Vetrarbrautskráning

Fyrsta vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri

Vetrarbrautskráning Háskólans á Akureyri fer fram í fyrsta skiptið í Hátíðarsal háskólans laugardaginn 18. febrúar 2023. Athöfnin er ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarpappíra sína í október 2022 ásamt febrúar kandídötum 2023. 

Athöfnin fer fram með hefðbundnu sniði í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og eftir athöfn er boðið til móttöku með kaffi og sætum bita.

Skráning í athöfnina fer fram hér

Dagskrá

  • Kl. 14:00-15:00 Brautskráning kandídata 2023 og brautskráðra í október 2022
  • Kl. 15:00-15:15 Myndataka
  • Kl. 15:00-15:30 Móttaka með kaffi og sætum bita

Gott að hafa í huga

Það er komið að tímamótum, við hlökkum til að sjá þig!