442. fundur Háskólaráðs

FUNDAGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn fimmtudaginn 24.11.2022.
Fundarstaður: Borgir, R262

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fulltrúi háskólaráðs
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi stúdenta
Guðmundur Ævar Oddsson, fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi háskólasamfélagsins
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir, fulltrúi ráðherra

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu
rannsókna

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2201085

  • Rekstraryfirlit
    Forstöðumaður fjármála og greininga fór yfir rekstraryfirlit janúar til október. Staðan fyrir háskólann í heild þokkaleg og útlit fyrir að skólinn verði innan fjárhagsáætlunar um áramót.
  • Fjárhagsáætlun 2023 og samskipti við HVIN v/nemendaígilda
    Samtal er í gangi við ráðuneyti vegna misræmis á milli raun-nemendaígilda HA og þeirra nemendaígilda sem ráðuneytið reiknar með við útreikning á fjárveitingum til skólans.

Rektor kynnti stöðu mála við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Ljóst er að huga þarf verulega að fjárlögum og fjármálaáætlun til næstu ára til að tryggja þá uppbyggingu sem verið hefur verið undanfarin ár. Rektor er falið að halda áfram samtalinu við ráðherra og ráðuneyti háskólamála og tryggja fjármögnun háskólans.

2. Stefnumótun

2204037
Frestað til næsta fundar.

3. Rannsóknir og stigamat (30 mín)

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms kom inn á fundinn. Guðrún Rósa kynnti starfsemi Miðstöðvarinnar, stöðu háskólans í rannsóknum og stöðu í uppbyggingu doktorsnáms.
Guðrúnu Rósu þakkað fyrir góða kynningu og hún yfirgaf fundinn.

Í kjölfar kynningarinnar sköpuðust umræður um rannsóknir, stefnu háskólans í rannsóknum og sókn í rannsóknastyrki og hvaða áhrif háskólaráð getur haft á stefnu í rannsóknum.
Rektor gerði hlé á fundi háskólaráðs til að fylgjast með beinu streymi frá rannsóknaþingi Rannís þar sem hvatningarverðlaun vísinda- og tækniráðs voru afhent, en verðlaunin eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Sá vísindamaður sem hlaut verðlaunin í ár er dr. Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri. Háskólaráð óskar Yvonne hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

4. Bókfærð mál til samþykktar

  • Nýtt námsframboð – meistaranám í stjórnun við Viðskiptadeild (2206119)
    Háskólaráð samþykkir nýtt námsframboð að því gefnu að fjárhagslegar forsendur og kostnaðarauki vegna námsins rúmist innan fjárhagsáætlunar Viðskiptadeildar og Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Óskað er eftir staðfestingar stjórnar fræðasviðs að stjórn fræðasviðs hafi samþykkt námið og að það rúmist innan fjárhagsáætlunar fræðasviðsins.
  • Breyting á umsóknarfresti um starfsréttindanám í iðjuþjálfun (2211050). Samþykkt.

5. Til upplýsinga og kynningar

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.