Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir ver doktorsritgerð sína
Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum

Föstudaginn 4. nóvember 2022 mun Hulda Sædís Bryngeirsdóttir verja doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Þetta er önnur doktorsvörnin sem fram fer við Háskólann á Akureyri.

Doktorsritgerðin ber heitið Leiðir kvenna til að eflast og vaxa eftir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi: Með áherslu á hvetjandi og letjandi áhrifaþætti.

Vörnin fer fram á ensku í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 9:30 og er öllum opin.

Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Dr. Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd Dr. Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Bandaríkjunum, og Dr. Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum.

Andmælendur eru Dr. Terese Bondas, prófessor í heilbrigðisvísindum við heilbrigðisvísindasvið Háskólans í Stavanger í Noregi, og Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms, og Dr. Kristján Þór Magnússon, settur forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs, munu stýra athöfninni.