449. fundur Háskólaráðs

Fundargerð Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 22. júní 2023

Fundarstaður: Borgir, R402

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund klukkan 13:30.

Mætt voru auk hans: 

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fulltrúi Háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson, fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi Háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir, fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Brynhildur Bjarnadóttir, dósent og fulltrúi í stjórn Végeirsstaðasjóðs
Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor
Helga María Pétursdóttir, verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Hólmar Erlu Svansson, framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu

Í upphafi fundar óskuðu Háskólaráðsfulltrúar Sigríði Margréti innilega til hamingju með doktorsvörnina en Sigríður varði doktorsverkefni sitt við Háskóla Íslands þann 8. júní síðastliðinn.

Rektor kynnti dagskrá fundarins.

1. Fjármál og rekstur

2302002
Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri fjármála og gagnagreininga og Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu sátu þennan lið fundarins.

Farið yfir rekstraryfirlit janúar til maí. Rekstur háskólans í heild sinni er tæplega 90 milljónum yfir áætlun en staðan þó ennþá jákvæð. Stærstu skýringarnar eru aukinn kostnaður vegna öryggisbrests, hækkun húsaleigu vegna verðbólgu og launahækkanir í kjölfar kjarasamninga. Fylgjast þarf sérstaklega með rekstrinum á síðari hluta árs og staðan verður metin sérstaklega á fundi Háskólaráðs í haust. Ekki gert ráð fyrir að sérstakra aðgerða sé þörf á þessum tímapunkti.

2. Umsóknir um nám á haustmisseri

2306061

Farið yfir umsóknartölur um nám á haustmisseri og voru umsóknir samtals 1891 sem eru 11% fleiri en á síðasta ári.

Helga og Hólmar yfirgáfu fundinn.

3. Stefnumótun

2204037

Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor kom inn á fundinn í gegnum fjarfund og fór yfir þau drög sem nú liggja fyrir og fóru í samráðsgátt Háskólans og verkefnin sem fram undan eru í stefnumótunarvinnunni á haustmisseri.

Díanna yfirgaf fundinn.

4. Rekstur Végeirsstaðasjóðs

2209050

Brynhildur Bjarnadóttir dósent og fulltrúi í stjórn Végeirsstaðasjóðs kom inn á fundinn.

Rektor fór í stuttu máli yfir sögu Végeirsstaða og stöðu mála á eigninni, bæði húsum og skóginum. Rektor og Brynhildur fóru jafnframt yfir þær áætlanir sem stjórn sjóðsins hefur um nýtingu á svæðinu. Tillögur munu verða lagðar fyrir Háskólaráð á haustmisseri.

Brynhildur yfirgaf fundinn.

5. Uppgjör starfstímabils Háskólaráðs 2021-2023

2103061

Rektor fór stuttlega yfir stærstu verkefni og umfjöllunarmál Háskólaráðs sl. tvö ár. Helstu málin á þessu tímabili eru stofnanaúttekt háskólans, heildarendurskoðun á reglum og skipulagi háskólans, fyrstu doktorsvarnirnar, samskiptasáttmáli starfsfólks og upphaf nýrrar stefnumótunar.

Í lokin þakkaði rektor Háskólaráðsfulltrúum fyrir samstarfið en nýtt Háskólaráð tekur við á haustmisseri.

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Endurskoðaðar reglur um vísindasjóð
  • Breytingar á reglum um gjaldskrá
  • Endurskoðaðar reglur um námsmat
  • Reglur um nýráðningar akademísks starfsfólks
  • Reglur um framgang akademísks starfsfólks
  • Reglur um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks
  • Beiðni frá Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum vegna atkvæðisréttar á deildarfundi. Bókun Háskólaráðs frá 27. október 2022 vegna atkvæðisréttar í framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum skal gilda áfram skólaárið 2023-2024.

Ofangreind mál eru samþykkt.

7. Til fróðleiks og upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 16:01.