Quality in Nordic Teaching

Rannsóknarverkefnið

Verkefnið er til fimm ára (hófst 2018) og er samstarfsverkefni Noregs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Íslands. Rannsóknin mun felast í viðamikilli gagnasöfnun í norrænum kennslustofum á mið- og unglingastigi grunnskóla og er ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvað einkennir framúrskarandi kennslu í norrænum kennslustofum. Leitað verður svara við spurningum eins og: Á hvaða hátt gerir kennsla gæfumuninn í námi og skuldbindingu nemenda; í einstökum námsgreinum og þvert á þær; með eða án stafræns stuðnings; í einsleitu eða fjölmenningarlegu umhverfi? Hvernig geta myndabandsupptökur úr kennslustofum nýst í kennaramenntun? Geta aðferðir myndbandstækninnar og önnur stafræn tækni skapað grundvöll fyrir nýjar leiðir í rannsóknasamstarfi milli rannsakenda og kennara á vettvangi?

Verkefnið hlaut styrk upp á rúmar 25 milljónir norskra króna frá NordForsk undir merkjum Education for Tomorrow.

Rannsakendur

Rannsóknarhópur starfsmanna kennaradeildar og Miðstöðvar skólaþróunar er meðal norrænna rannsakenda:

Birna Svanbjörnsdóttir
Hermína Gunnþórsdóttir
Sólveig Zophoníasdóttir
Rúnar Sigþórsson
Guðmundur Engilbertsson
Valgarður Reynisson, doktorsnemi

Sjá heildarlista þátttakenda hér.