Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir fá styrk úr minn­ing­ar­sjóði Eðvarðs Sig­urðsson­ar

Styrkinn fá þær vegna rann­sókn­ar­inn­ar „Lífið á tím­um kór­ónu­veirunn­ar: Breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­lífi, at­vinnu og ábyrgð“
Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir fá styrk úr minn­ing­ar­sjóði Eðvarðs Sig­urðsson­a…

Þær Andrea Hjálmsdóttir félagsfræðingur og lektor við hug- og félagsvísindasvið HA og Valgerður S. Bjarnadóttir menntunarfræðingur og nýdoktor við hug- og félagsvísindasvið HA hlutu nýverið styrk að fjár­hæð kr. 1.000.000 úr minn­ing­ar­sjóði Eðvarðs Sig­urðsson­ar. Styrkinn fá þær vegna rannsóknar þeirra á lífi fjölskyldufólks á tímum COVID-19. Skerðing­ar á leik- og grunn­skóla­starfi, lok­an­ir fram­halds­skóla, há­skóla og vinnustaða, auk hvers kyns skerðing­ar á þjón­ustu, hafa víðtæk áhrif á líf fólks og á það á ekki síst við um til­veru fjöl­skyldu­fólks. Miklar breyt­ing­ar hafa orðið á heim­il­is- og at­vinnu­lífi, sem mik­il­vægt er að öðlast skiln­ing á.

Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar eru ann­ars veg­ar að öðlast yf­ir­sýn með því að kort­leggja með dag­bókar­færsl­um áhrif COVID-19 á dag­legt líf barna­fjöl­skyldna meðan far­ald­ur­inn stend­ur yfir og hins veg­ar að öðlast með viðtals­rann­sókn dýpri skiln­ing á upp­lif­un og reynslu for­eldra af áhrif­um hans á sam­ræm­ingu fjöl­skyldu og at­vinnu.