Búast við metaðsókn í Vísindaskóla unga fólksins

Kærkomin jólagjöf fyrir barnið sem á allt
Búast við metaðsókn í Vísindaskóla unga fólksins

 Enn og aftur er undirbúningur kominn á fulla ferð fyrir starfið í Vísindaskóla unga fólksins, sem verður haldinn í sumarið 2026 eins og venjulega. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er þegar búið að ganga upp frá þemunum fyrir næsta skólaár. Á hverju ári sækja um 85-90 börn um skólapláss og komast stundum færri að en vildu.

,,Við erum búnar að senda frá okkur auglýsingu um innihaldið vegna þess að sú hefð hefur skapast hjá mörgum að gefa börnum eða barnabörnum gjafabréf í jólagjöf,’’ segja Dana Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir sem sjá um allan undirbúning. Þemun eru breytileg frá ári til árs en að þessu sinni eru yfirskriftirnar þessar:

  • Góður bær
  • Betri bær
  • Kvikt og lifandi land
  • Þegar þröskuldur verður hindrun
  • Ungmenni á Norðurslóðum og réttindi barna
  • Getum við og plönturnar lifað á loftinu?

Eins og kunnugt er fékk skólinn viðurkenningu Rannís í ár fyrir framúrskarandi vísindamiðlun. Þær stöllur segja að þessi viðurkenning hafi orðið þeim mikil hvatning og mikilvæg auglýsing fyrir starfið. Í kjölfarið segjast þær hafa orðið varar við aukinn áhuga á skólanum og gildi hans fyrir samfélagið. Í ljósi þessa má búast við metaðsókn vorið 2026.