Fimmtudaginn 23. október hélt Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, fyrirlestur við Háskólann á Akureyri.
Inga Björk hefur lengi verið öflug talskona fatlaðs fólks, meðal annars í gegnum störf sín hjá Landssamtökunum Þroskahjálp og með þátttöku í opinberri umræðu. Í fyrirlestrinum, sem bar heitið „Háskólinn sem vettvangur fötlunarstrits“, ræddi Inga Björk stöðu fatlaðs fólks innan háskólasamfélagsins, aðgengi, þátttöku og þau viðhorf og kerfi sem hafa áhrif á reynslu nemenda og starfsfólks með fötlun.
Fyrirlesturinn var hluti af fræðslu sem jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur fyrir í samræmi við jafnréttisáætlun skólans. Viðburðurinn var skipulagður af formanni og starfskrafti jafnréttisráðs í samstarfi við Gæða- og mannauðsmál Háskólans á Akureyri. Markmiðið er að efla fræðslu og umræðu um jafnrétti, aðgengi og fjölbreytileika innan háskólasamfélagsins.
Boðið var upp á fyrirlestur á stað og í streymi og nýttu bæði starfsfólk og stúdentar HA tækifærið til að hlýða á Ingu. Við þökkum henni kærlega fyrir erindið og öllum sem ættu fyrir virka þátttöku í umræðum að erindi loknu.