Fjölbreytileiki náttúrunnar og tækniþróun

Dr. Romain Chuffart fulltrúi HA í verkefni sem hlaut veglegan styrk á dögunum
Fjölbreytileiki náttúrunnar og tækniþróun

Verkefnið ICE BRIDGE: Bridging Ice Climate Technologies and Governance for Biodiversity in the Arctic hlaut hátt í 200 milljón króna styrk frá Biodiversity and Transformative Change kalli Biodiversa+. Dr. Romain Chuffart, Nansen prófessor í heimskautafræðum, leiðir verkefnið fyrir hönd Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar hjá HA og er verkefnið til þriggja ára.

Í verkefninu verður skoðað hvernig nýjar tæknilausnir varðandi loftlagshlýnun og innviði hafa áhrif á fjölbreytileika náttúrunnar á heimskautasvæðum. Það mun einnig skoða hvernig stoðir í stjórnsýslu og lögum geti séð fyrir og tekist á við hraða tækniþróun. Verkefnið mun skoða þverun þessara þátta og hvað þurfi til í regluverki og stofnunum til að vernda fjölbreytileikann og minnka samfélagsleg áhrif hraðra breytinga á heimskautasvæðunum.

ICE BRIDGE leiðir einnig saman fjölda stofnana frá mismunandi löndum auk Íslands, frá Arctic Centre, University of Lapland í Finnlandi, Nord University í Noregi, Universitat Autònoma á Spáni og Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research í Þýskalandi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um Biodiversa+