Nýtt sérhefti af Nordicum-Mediterraneum er komið út

Laganám við Háskólann á Akureyri 20 ára
Nýtt sérhefti af Nordicum-Mediterraneum er komið út

Sérhefti af Nordicum-Mediterraneum er komið út í sérstakri afmælisútgáfu vegna 20 ára afmælis laganáms við Háskólann á Akureyri.

Sérheftið inniheldur inngang frá ritstjórum, fimm greinar sem byggðar eru á fyrirlestrum sem fluttir voru á afmælismálþingi lagadeildarinnar í mars 2023 og minningargrein.

Fyrsta greinin, „Um laganám við Háskólann á Akureyri,“ inniheldur persónulegar hugleiðingar þeirra þriggja sem gegndu lykilhlutverki í undirbúningi og tilurð þess að lagakennsla hófst við Háskólann á Akureyri. Guðmundur H. Frímannsson, prófessor emeritus, Mikael Karlsson, prófessor emeritus, og Rachael L. Johnstone, prófessor, lýsa hvernig tekist var á við áskoranir sem vörðuðu leiðina og leiddu til deildarinnar sem í dag er þekkt fyrir faglegt nám og rannsóknir.

Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt og landsréttarlögmaður, skrifar, „Réttindi forsjárlauss foreldris: Veldur afsal á forsjá til barnaverndarþjónustu réttindamissi forsjárlauss foreldris?“ sem fjallar um réttindi forsjárlauss foreldris í þeim tilvikum er forsjárforeldri afsalar sér forsjá barnsins til barnaverndarþjónustu. Þá skrifaði Rachael Lorna Johnstone, prófessor, greinina „Polar Law after the Invasion of Ukraine“ um mikilvægi þjóðaréttar, og þess að beita alþjóðlegum nálgunum, þegar kemur að því að leysa heimskautaréttarlegan ágreining. Sara Fusco, doktorsnemi, rekur það hvernig umhverfisréttur er að hafa áhrif á nútíma stjórnarskrárhyggju og hvernig slíkt endurspeglast í rétti frumbyggja til landsvæðis. Greinin ber heitið „In dubio pro natura, Environmental Constitutionalism and the Rights of Indigenous Peoples in the Arctic,“.

Eleni Kontostathi, fyrrum heimskautaréttarnemi við HA, og Polina Ananina, fyrrum nemi við Higher School of Economics í Moskvu, skrifuðu greinina„The Northern Sea Route: New Opportunities, New Challenges,“ þar sem greint er frá því hvernig hlýnun jarðar er að hafa áhrif á norðurheimskautssvæðið og lagalegt umhverfi þess. Fjallað er sérstaklega um áherslur rússneskra stjórnvalda í samstarfi þeirra við kínversk stjórnvöld og möguleika þeirra á að byggja upp nýjar hafnir og innviði með því að nýta sér Norðursjávarleiðina.

Að lokum ritaði Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor, minningarorð um, fyrrum samstarfsfélaga og vin.

Allar greinar eru fáanlegar með opnum aðgangi frá NoMe vefsíðunni.New Special Issue of Nordicum-Mediterraneum Published