Lektor við Háskólann á Akureyri leiðir málstofu á UArctic ráðstefnunni 2026

Opið er fyrir innsendingar ágripa til 15. desember
Lektor við Háskólann á Akureyri leiðir málstofu á UArctic ráðstefnunni 2026

Háskólinn á Akureyri styrkir áfram leiðandi hlutverk sitt á sviði nýsköpunar, frumkvöðlastarfs, skapandi greina, sjálfbærni og rannsóknasamstarfs á norðurslóðum.

Dr. Kjartan Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akureyri og rannsakandi, hefur verið valinn til að stýra málstofu á UArctic ráðstefnunni 2026 sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum.

Hann mun leiða málstofuna Harnessing Arctic Art for Sustainable Creative Ventures þar sem fræðafólk, kennarar og frumkvöðlar mun ræða hvernig sköpunarkraftur í formi nýsköpunar og frumkvæðis getur verið drifkraftur sjálfbærni og svæðisbundinnar þróunar á norðurslóðum.

Opnað hefur á innsendingu ágripa fyrir erindi. Öll sem áhuga hafa á málefnum UArctic eru hvött til að skoða sérstaklega hvort þeirra viðfangsefni eigi heima á málstofunni eða ráðstefnunni í heild.

Opið er fyrir innsendingar til 15. desember 2025 og til að senda inn smellið hér.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að finna hér. Einnig er hægt að hafa samband við Kjartan á kjartansig@unak.is.