Vinnustofur vegna jafnréttisáætlunar

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sem gildir frá 2021 til 2024 og Jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur að þeirri vinnu
Vinnustofan fól í sér innlegg frá þátttakendum í formi texta og mynda.
Vinnustofan fól í sér innlegg frá þátttakendum í formi texta og mynda.

Jafnréttisráð HA er öflugt og virkt ráð sem heldur reglulega fundi og tekur fyrir og fylgir eftir erindum starfsfólks og stúdenta. Þá er boðið upp á fræðslu innan skólans ásamt þátttöku í skipulagi Jafnréttisdaga sem haldnir eru árlega. Ráðið hefur starfskraft á sínum snærum, Sæunni Gísladóttur, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Háskóla Akureyrar.


Silja Rún Friðriksdóttir, forseti SHA og Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir, fjármálastjóri SHA tóku virkan þátt í vinnustofunni.

Vinna við endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans er í fullum gangi og var IRPA ráðgjöf fengin að borðinu þar sem Herdís Sólborg Haraldsdóttir og Sóley Tómasdóttir, sérfræðingar í jafnréttismálum, leiða vinnuna. Vinna við endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar hófst í haust og hefur nú þegar farið fram stöðumat jafnréttismála og var könnun um stöðu jafnréttismála send út á allt starfsfólk og stúdenta. Í síðustu viku fóru svo fram tvær vinnustofur, þar af ein á ensku, um jafnréttisáætlunina þar sem þátttaka var afar góð og afurðir verða nýttar í áframhaldandi vinnu.

 
Sóley Tómasdóttir kynnir vinnuna fyrir þátttakendum.

Ljósmyndari mætti á eina vinnustofuna og náði myndum af áhugasömu starfsfólki og stúdentum við áheyrn á fræðsluerindi og við störf í þágu endurskoðaðrar jafnréttisáætlunar. Hér má nalgast fleiri myndir.


Þátttakendur fylgjast grannt með.