Löggæsla og samfélagið

Mannekla lögreglu - Kallað eftir ágripum - framlengdur frestur til 15.8.2022

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir fimmtu „Löggæsla og samfélagið“ ráðstefnuna sem námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri heldur miðvikudaginn 5. október og fimmtudaginn 6. október, 2022. Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni löggæslu í víðri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á fræða- og/eða fagsviðum sem snerta löggæslu eru hvattir til þess að senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eða starfi. Ráðstefnan í ár er haldin í samstarfi við Lettneska lögregluháskólann.

Lykilfyrirlesarar endurspegla þema ráðstefnunnar í ár: Mannekla lögreglu, sem vísar til þess að Ísland er með hvað fæsta lögreglumenn miðað við höfðatölu í Evrópu og hefur þeim fækkað síðastliðin 15 ár. Mannekla lögreglu kemur niður á almennri löggæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og eykur álag á lögreglumenn. Það er vert að rýna í áhrif þessa og auðkenna leiðir til úrbóta.   

Að gefnu tilefni óskum við sérstaklega eftir erindum sem lúta að manneklu lögreglu, en öll erindi sem snúa að löggæslu almennt eru meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráðstefnan hugsuð sem sameiginlegur vettvangur fyrir fræða- og fagfólk til þess að koma rannsóknum sínum og reynslu af löggæslu hérlendis sem erlendis á framfæri og deila með leikum sem lærðum.

Lykilfyrirlesarar

Silje Bringsrud Fekjær is a Professor at the Centre for the Study of Professions, Oslo Metropolitan University, Norway. Her research interests include recruitment and careers in the police, police culture, gender, ethnicity and professions. In her research, she uses surveys, experimental survey designs and administrative register data. From 2009–2015, Fekjær worked as an associate professor at the Norwegian Police University College. Fekjær is currently the acting pro-rector at Oslo Metropolitan University (OsloMet).

Jeremy M. Wilson

Jeremy M. Wilson is a Professor at the School of Criminal Justice at Michigan State University (MSU), where he also founded and directed the Program on Police Consolidation and Shared Services and the Center for Anti-Counterfeiting and Product Protection. Prior to joining MSU, Dr Wilson was a Behavioral Scientist at the RAND Corporation, where he led the development of the Center on Quality Policing and the Police Recruitment and Retention Clearinghouse. He has held a wide variety of appointments and honorary titles at prestigious institutions around the world, and has served as an instructor for numerous law enforcement, brand protection, and supply chain training programs. As a scholar, educator, advisor, and consultant, Dr. Wilson has collaborated with government and police agencies, multinational corporations, communities, task forces, professional associations, and other public and private entities throughout the U.S. and the world on many complex public safety problems. Among other areas, he has authored over 160 publications for practitioners and scholars on police staffing and personnel planning, organizational consolidation, resource allocation, performance assessment and ROI, data and measurement, empirical modeling, evaluation, brand protection, product counterfeiting, and intellectual property. The Police Section of the Academy of Criminal Justice Sciences honored him with the O.W. Wilson Award for his lifetime contributions to police research and practice For more information, see https://jeremywilson.org/

 

Kallað eftir ágripum (PDF)

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR 

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri, nánar tiltekið í stofu N101 og M101. Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 5. október og lýkur kl. 13:00 6. október.
  • Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en þriðjudaginn 15. júní, 2022. Ágripin skal senda á Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við HA og (goddsson@unak.is).   
  • Ráðstefnugjald er 6.000 kr. á mann og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar (greiðist á staðnum). Ráðstefnugjald er fellt niður fyrir fyrirlesara. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat. Háskólanemar frá frítt á ráðstefnuna.
  • Ráðstefnukvöldverður verður að kvöldi miðvikudagsins 5. október.
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar (sjá flugáætlun á www.icelandair.is).
  • Viðburðinn má finna á Facebook undir nafni ráðstefnunnar.

Facebook viðburður

NÁNARI UPPLÝSINGAR 

Hafið samband við Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, goddsson@unak.is og sími 460 8677.