Fimm hljóta framgang í starfi

Tvö í stöðu prófessors og þrjár í stöðu dósents
Fimm hljóta framgang í starfi

Fimm akademískir starfsmenn Háskólans á Akureyri hljóta framgang í starfi frá 1. júlí næstkomandi.

Akademískt starfsfólk HA getur árlega sótt um framgang í starfi. Mat á umsóknum er í höndum dómnefndar háskólans og byggir mat dómnefndar á heildstæðu faglegu mati á frammistöðu og árangri í rannsóknum, kennslu, stjórnun og þjónustu í þágu háskólans og samfélagsins í samræmi við reglur háskólans þar að lútandi.

Í framhaldi ákveður rektor á grundvelli dómnefndarálits hvort veita skuli framgang í starfi.

Eftirfarandi hljóta framgang í starfi samkvæmt framansögðu:

Á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði:

 

Dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir hlýtur framgang í stöðu dósents við Hjúkrunarfræðideild

 

Dr. Rannveig Björnsdóttir hlýtur framgang í stöðu prófessors við Auðlindadeild

 

Dr. Sigrún Kristín Jónasdóttir hlýtur framgang í stöðu dósents við Iðjuþjálfunarfræðideild

 

Dr. Vífill Karlsson hlýtur framgang í stöðu prófessors við Viðskiptadeild

 

Á Hug- og félagsvísindasviði:

 

Dr. Hilal Sen Harma hlýtur framgang í stöðu dósents við Sálfræðideild

 

Háskólinn á Akureyri óskar þessu starfsfólki innilega til hamingju með framganginn og árangur í starfi!