Hatursorðræða og mismunun meginþemu jafnréttisdaga

Jafnréttisdagar framundan - viðburðir í HA
Hatursorðræða og mismunun meginþemu jafnréttisdaga

Hatursorðræða og mismunun eru meginþemu Jafnréttisdaga sem fara fram í háskólum landsins dagana 10. – 13. febrúar. Möguleikar gervigreindar til að draga úr mismunun á vinnumarkaði, Kvennaárið 2025, herferð Bandaríkjaforseta gegn jafnréttismeðvitund og mannréttindum, stjórnmálavæðing lögreglu og samspil hatursorðræðu við gervigreind, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu, er aðeins brot af þeim fjölbreyttu viðburðum sem verða í boði á dögunum í ár og þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi.

Þetta er í 17. sinn sem Jafnréttisdögum er fagnað og þeir hafa í gegnum tíðina rutt brautina fyrir frjóa og róttæka umræðu um jafnréttismál frá ýmsum hliðum. Dagskráin er afar metnaðarfull og samanstendur af yfir 20 viðburðum sem tengjast jafnrétti og málefnum líðandi stundar.
Viðburðirnir fara fram ýmist fram á íslensku eða ensku eða báðum tungumálum.

Dagskrá Jafnréttisdaga hefst í hádeginu mánudaginn 10. febrúar með streymisviðburði undir yfirskriftinni „Frá algrími til jafnréttis: Getur gervigreind unnið gegn mismunun á atvinnumarkaði?“ Þar taka til máls Dilys Sharona Quartey, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem rannsakað hefur áhrif gervigreindar á atvinnumarkaðinn, og Sigyn Jónsdóttir, tæknistjóri og meðstofnandi Öldu, nýsköpunarfyrirtækis sem þróar hugbúnaðarlausnir og gagnvirka fræðslu fyrir vinnustaði til að stuðla að fjölbreytileika og inngildingu. Páll Rafnar Þorsteinsson stjórnar umræðum.

Í Háskólanum á Akureyri fara fram eftirfarandi viðburðir í vikunni:

Dagskrá Jafnréttisdaga má finna hér á vefsíðu Jafnréttisdaga

Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga og öll velkomin!