Vetrarbrautskráningarathöfn í fyrsta skipti við Háskólann á Akureyri

Skráning hafin
Vetrarbrautskráningarathöfn í fyrsta skipti við Háskólann á Akureyri

Laugardaginn 18. febrúar kl. 14 verður í fyrsta skipti haldin athöfn fyrir brautskráða kandídata utan vorbrautskráningar í júní. Þetta á við kandídata sem fengu brautskráningarpappíra sína í október 2022 og þá sem brautskrást 15. febrúar 2023.

Athöfnin fer fram með hefðbundnu sniði í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og eftir athöfn er boðið til móttöku með kaffi og sætum bita.

Stúdentar sem hyggja á brautskráningu í febrúar 2023 geta skráð sig til hennar til 1. febrúar 2023.