Megin markmið námsins er að skoða hlutverk heilsugæslunnar út frá samfélagslegri ábyrgð. Í þeim tilgangi að efla færni þína í að vinna að þróun heilsugæslunnar.

Sérstök áhersla er lögð á lausnarmiðaða nálgun. Einnig að styrkja þig sem sjálfstæðan meðferðaraðila og undirbúa fyrir þverfaglega teymisvinnu ásamt því að þekkja skipulag almannavarna vegna náttúruhamfara og útbreiðslu smitsjúkdóma.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska heilsugæslu.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu dýpka skinging þinn á á heilsugæslunni út frá samfélagslegri ábyrgð?
  • Viltu auka við sérþekkingu þína?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?
  • Langar þig að auka víðsýni þína?

Áherslur námsins

Umsjónarkennari námslínunnar er Sigríður Sía Jónsdóttir. Hún aðstoðar þig við að setja þér markmið innan námslínunnar og velja saman þau námskeið sem undirbúa rannsóknarverkefnið.

Skyldunámskeið námslínunnar eru sjö, samtals 70 ECTS einingar. Meistararitgerðin er 40 ECTS einingar og þú hefur val um námskeið upp að 10 ECTS einingar. 

Athugið að flest námskeið eru kennd annað hvert ár og taka þarf tillit til þess við gerð námsáætlunar.

Fyrirkomulag námsins

Námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. Nemendur vinna verkefni í stað prófa.

Kennsla fer fram í þremur námslotum á misseri og er skyldumæting í að minnsta kosti eina lotu. Jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta.

Þú getur tekið meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða utan.

Möguleikar að námi loknu

Brautskráðir nemendur með meistaranám í heilbrigðisvísindum fara í stjórnunarstörf innan heilbrigðiskerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga.

Námið er undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám.

Inntökuskilyrði

Námslínan er opin hjúkrunarfræðingum sé eftirfarandi forsendum fullnægt:

  1. Hjúkrunarfræðingurinn hefur verið ráðinn í a.m.k. 80% klíníska sérnámsstöðu í hjúkrun á heilsugæslustöð í eitt ár, frá 1. ágúst til 31. júlí.
  2. Við ráðningu í klíníska sérnámsstöðu er gerð krafa um að hjúkrunarfræðingurinn sé starfandi á heilsugæslustöð og hafi tveggja ára starfsreynslu af hjúkrunarstörfum í heilsugæslu.
  3. Á heilsugæslustöðinni starfar hjúkrunarfræðingur með meistarapróf og að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu innan heilsugæsluhjúkrunar og hefur verið samþykktur af HA í stöðu lærimeistara.
  4. Sérnámáshjúkrunarfræðingurinn starfar undir handleiðslu lærimeistarans samkvæmt nákvæmu skipulagi klínísku námsskeiðanna.

Umsagnir

Námið var að mínu mati bæði vel upp sett og skemmtilegt. Fyrirlestrarnir, verkefnavinnan og allar umræðurnar nýttust mér vel bæði persónulega og faglega og voru kærkomin viðbót við grunnmenntunina og starfsreynsluna. Háskólaumhverfið var virkilega uppbyggjandi, fullt af skemmtilegum nemendum og vingjarnlegu starfsfólki. Ég eignaðist marga nýja vini og kunningja. Meistaranámið og rannsóknavinnan sem fylgdi í kjölfarið opnaði mér leið inn í draumastarfið.

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
Hjúkrunarfræðingur MSc og ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands