Námið veitir dýpri þekkingu á sálrænum áföllum og ofbeldi. Námið nýtist mörgum stéttum, meðal annars fólki úr stjórnsýslu, lagaumhverfi, skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Áhersla er á að þú öðlist þekkingu til að takast á við áskoranir sem bíða þín í þjónustu við fólk sem glímir við afleiðingar áfalla og ofbeldis.

Námið veitir prófgráðuna meistarapróf í heilbrigðisvísindum.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu dýpka skinging þinn á sálrænum áföllum og ofbeldi?
  • Vinnur þú með fólki sem glímir við afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis?
  • Viltuauka við sérþekkingu þína?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?
  • Langar þig að auka víðsýni þína?
  • Vinnur þú í stjórnsýslu eða í skólakerfinu?

Áherslur námsins

Brautarstjóri námslínunnar er Sigrún Sigurðardóttir. Hún aðstoðar þig við að setja þér markmið innan námslínunnar og velja saman þau námskeið sem undirbúa rannsóknarverkefnið.

Skyldunámskeið námslínunnar eru fjögur, samtals 40 ECTS einingar. Meistararitgerðin er 60 ECTS einingar og þú hefur val um námskeið upp að 20 ECTS einingar. Þú getur skoðað skipulag námsins neðar á síðunni og á Uglu, kennsluvef háskólans.

Kennt er í lotum. Námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. Það eru engin próf heldur vinna nemendur verkefni í lotum.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Brautskráðir nemendur hafa nýtt menntunina í störfum innan heilbrigðiskerfisins, í skólakerfinu, í starfsendurhæfingu og löggæslu.

Námið er undirbúningur fyrir þá sem hyggja á doktorsnám.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið BS námi á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) frá viðurkenndum háskóla.

Umsækjendur um diplómanám skulu hafa lokið BS-gráðu á sviði heilbrigðisvísinda eða skyldra greina með 7,0 í meðaleinkunn að lágmarki.

Umsagnir

Námið var að mínu mati bæði vel upp sett og skemmtilegt. Fyrirlestrarnir, verkefnavinnan og allar umræðurnar nýttust mér vel bæði persónulega og faglega og voru kærkomin viðbót við grunnmenntunina og starfsreynsluna. Háskólaumhverfið var virkilega uppbyggjandi, fullt af skemmtilegum nemendum og vingjarnlegu starfsfólki. Ég eignaðist marga nýja vini og kunningja. Meistaranámið og rannsóknavinnan sem fylgdi í kjölfarið opnaði mér leið inn í draumastarfið.

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir
Hjúkrunarfræðingur MSc og ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands