Bókasafnið

Starfsfólk bókasafnsins

Bókasafn Háskólans á Akureyri leggur áherslu á góða þjónustu. Starfsfólk bókasafnsins tekur vel á móti þér og aðstoðar við allt frá heimildaskráningu til notkunar á rafbókasöfnum.

Rafrænn safnkostur

Athugið. Til að hafa aðgang að rafrænu efni sem háskólinn á eða hefur í áskrift, þarf að vera á neti háskólans á háskólasvæðinu. Ef þú ert utan háskólans er hægt að tengjast háskólanetinu með VPN- tengingu.

Bókaðu bókasafnsfræðing

Ef þig vantar aðstoð getur þú bókað 30 mínútur með bókasafns- og upplýsingafræðingi. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum samskiptaforritið Zoom.

Þú sendir tölvupóst eða hringir í síma 460 8050 til að panta tíma. Mundu að taka fram hvaða atriði þig vantar aðstoð með.

Ritver

Í ritveri háskólans getur þú fengið aðstoð við allt frá heimildaleit til textagerðar. Þú getur bókað tíma í gegnum netið.