Fundur var haldinn miðvikudaginn 28. maí 2025 á Sólborg, Norðurborg og á Teams.
Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30.
Mætt voru auk hennar:
Unnar Jónsson fulltrúi ráðherra
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins í fjarfundi
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs í fjarfundi
Einnig mætt:
Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Hans Guttormur Þormar verkefnastjóri viðræðna HA og HB um mögulega sameiningu
Rakel Rún Sigurðardóttir fulltrúi stúdenta frá og með 1. júní 2025
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2502081
Fjármál
Helga María Pétursdóttir kynnti yfirlit yfir rekstur háskólans fyrir tímabili janúar til apríl. Vegna kjarasamningsbundinna launahækkana hjá prófessorum og skekkju hjá fjársýslunni er rekstur fræðasviða komin undir áætlun ársins. Annað í rekstrinum er í takti við það sem hefur verið kynnt háskólaráði það sem af er ári, en rekstur háskólaskrifstofu og rektorsskrifstofu er í góðu jafnvægi. Niðurstaða reksturs háskólans á kynntu tímabili er jákvæð.
Staða umsókna um nám
Aukningu má greina í fjölda umsókna um nám við kennaradeild. Það sama á við um sjávarútvegsfræði. Rætt var um heilbrigðisvísindadeild, sérstaklega hjúkrun á meistarastigi með áherslu á heilsugæsluhjúkrun. Spurt var hvort fyrir liggi yfirsýn yfir stöðu umsókna hjá öðrum háskólum, en svo er ekki.
Húsnæðismál
Upplýst var um stöðu mála vegna myglu sem aftur er uppkomin á Borgum. Viðskiptadeild og auðlindadeild þurfa að flytja úr sínu húsnæði í byrjun júní vegna framkvæmda þar vegna myglunnar.
Verkáætlun viðgerða á vegum húseiganda að Borgum gengur út á að framkvæmdum ljúki í september á þessu ári. Rætt um verklag við framkvæmdirnar og þann lærdóm sem draga má frá fyrri framkvæmdum vegna sama vandamáls. Einnig rætt um leigugreiðslur háskólans vegna þess tímabils sem viðgerðirnar taka til, þ.e. þess tíma sem húsnæðið er ónothæft.
Fram kom að þetta viðvarandi ástand er farið að reyna á þolinmæði starfsfólks. Vakin athygli á því að huga verður vel að nýtingu á lesrýmum á bókasafni fyrir starfsfólk ef þau verða enn í slíkri nýtingu þegar nýtt skólaár hefst. Þá var rætt um rannsóknarstofurnar á 1. hæð Borga, en þar þarf ekki að ráðast í viðgerðir vegna mygluvandans.
Í samtölum við ráðuneyti háskólamála vegna húsnæðisins hefur afa málefni hermiseturs og fleiri annarra húsnæðisverkefna borið á góma. Þessi samtöl standa enn yfir.
2. Dagskrá háskólahátíðar
2505042
Rektor kynnti dagskrá háskólahátíðar 2025. Einstaklingur hefur þegið boð um að koma á hátíðina sem heiðursgestur og verður tilkynnt um hvern ræðir 2. júní nk. Farið var yfir þær áskoranir sem stærð hópsins sem útskrifast skapar m.v. það húsnæði sem úr er að spila á Sólborg. Rætt var um dagsetningu háskólahátíðar og árekstra við aðra stóra viðburði, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Rektor hyggst skoða málið frekar og hvort mögulegt sé að hnika til tímasetningu Háskólahátíðar í framtíðinni.
3. Kvörtun nemanda til háskólaráðs
2504070
Rektor kynnti fyrir háskólaráði skipan kærunefndar í málefni nemanda sem kvartaði til háskólaráðs og háskólaráð tók fyrir á 471. fundi sínum. Ráðgert er að á næsta fundi háskólaráðs verði niðurstöður kærunefndar teknar fyrir.
4. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða
2404025
Rektor greindi frá stöðu vinnunnar við mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst og greindi m.a. frá því að stýrihópur verkefnisins, sem í sitja báðir rektorar, heldur tveggja daga fund á Akureyri dagana 29. og 30. maí n.k.
Sindri S. Kristjánsson, sem situr í lagahópi verkefnisins, gerði grein fyrir stöðu á vinnu þess hóps. Lagahópur hefur fundað fjórum sinnum og stefnir á sinn fimmta fund í næstu viku. Vinnunni hefur verið skipt í fjóra vinnupakka – stjórnskipulag, starfsmannamál, félaga- og rekstrarform og skýrsluskrif og lokaskil. Unnið er eftir áætlun sem miðar að því að hópurinn skili af sér sinni afurð í lok september á þessu ári.
Hans Guttormur Þormar verkefnastjóri verkefnisins gerði grein fyrir sinni aðkomu frá því hann var ráðinn til starfsins. Að hans mati eru stærstu áskoranirnar á veginum lagalegs eðlis.
Rætt um fjölda starfa á landsbyggðinni hjá háskólunum tveimur. Þá var rætt um nýlegar fréttir sem bárust af sölu eigna Bifrastar, en eignasalan var ein af grunnforsendum rannsóknasjóðs nýs háskóla.
Háskólaráð ræddi um stöðu verkefnins, hvar það er statt, hvernig vinnunni mun vinda áfram og hvenær því ljúki.
Fram kom að mikilvægt er nú sem áður að hagsmunir stúdenta séu hafðir að leiðarljósi við vinnslu verkefnisins enda byggir háskólinn tilvist sína á stúdentum sem vilja sækja nám við háskólann.
5. Bókfærð mál til samþykktar
• Breyting á reglum um doktorsnámsráð og doktorspróf, nr. 822/2022
2404110
Samþykkt
6. Til fróðleiks og upplýsinga
Við lok fundar þakkaði rektor Lilju Margrét Óskarsdóttur fulltrúa nemenda í háskólaráði sem sat nú sinn síðasta fund fyrir vel unnin störf í ráðinu fyrir hag skólans alls.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.