Rögnvaldur Hannesson heiðursdoktor

Athöfn og ráðstefna fóru fram í dag honum til heiðurs.
Rögnvaldur Hannesson heiðursdoktor

Í dag var Rögnvaldur Hannesson prófessor emeritus sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann á Akureyri. Rögnvaldur er heimskunnur auðlindahagfræðingur sem samið hefur 9 útgefnar bækur, ritstýrt nokkrum öðrum bókum og birt yfir 100 ritrýndar greinar og bókarkafla. Rögnvaldur var einn af fyrstu kennurum við Háskólann á Akureyri en hann kenndi fiskihagfræði við sjávarútvegsdeild skólans.

Dr. Steingrímur Jónsson hélt hátíðarræðu til heiðurs Rögnvaldi og saman með Rannveigu Björnsdóttur, forseta viðskipta- og raunvísindasviðs, afhentu þau Rögnvaldi heiðursdoktorsskjal, gullnælu HA ásamt því að leggja um hann borða í sviðslit viðskipta- og raunvísindasviðs, þaðan sem tilnefningin kom.

Dr. Steingrímur Jónsson og Dr. Rannveig Björnsdóttir afhentu Rögnvaldi heiðursdoktorsskjal, gullnælu HA ásamt því að leggja um hann borða í sviðslit viðskipta- og raunvísindasviðs.

Rögnvaldur er fjórði heiðursdoktorinn við HA. Árið 2000 var Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor HA sæmdur heiðursdoktorsnafnbótinni, 2004 var það Shirin Ebadi og 2010 Nigel David Bankes.

Ráðstefnan Fiskveiðar og þjóðarhagur var haldin Rögnvaldi til heiðurs en þar fjallaði Rögnvaldur ásamt öðrum fræðimönnum um ýmsar rannsóknir á sviði sjávarútvegs svo sem áhrif skipa og veiðarfæra á umhverfið, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, stærð einstakra fiskistofna, virðiskeðju í sjávarútvegi og ýmislegt fleira. Þá héldu fulltrúar atvinnulífs og félagasamtaka erindi um starfsemi í sjávarútvegi.

Hér að neðan má skoða myndir frá ráðstefnunni svo og athöfninni. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Ráðstefnan Fiskveiðar og þjóðarhagur var haldin Rögnvaldi til heiðurs en þar fjallaði Rögnvaldur ásamt öðrum fræðimönnum um ýmsar rannsóknir á sviði sjávarútvegs.

Ráðstefnan Fiskveiðar og þjóðarhagur. Hilda Jana Gísladóttir var ráðstefnustjóri.

Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið.

Rannveig Björnsdóttir, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs.

Rögnvaldur Hannesson prófessor.

Ráðstefnugestir Ráðstefnugestir

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, afhenti Rögnvaldi blómvönd í tilefni dagsins. Eyjólfur, rektor HA, og Rögnvaldur.

Freyja Önundardóttir, útgerðarstjóri Önundar ehf. og félagi í Konur í sjávarútvegi, hélt erindi um um þáttöku kvenna í sjávarútvegi.

Daði Már Kristófersson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann hélt erindið Síðasta þorskastríðið – saga aflareglu í þorski.

Eyjólfur, rektor HA, Rögnvaldur og Lars Gunnar, forstöðumaður stjórnsýslu doktorsnáms og rannsókna. Nemendur í Stúdentaráði HA.

Léttar veitingar að athöfninni lokinni.

Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri á Matís, og Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.

Eyjólfur, rektor HA, og Rögnvaldur.

Gestur Geirsson, Kristján Vilhelmsson og Jens Garðar Helgason, formaður SFS. Jens flutti erindið Hafsjór tækifæra. Freyja Önundardóttir, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Harpa Halldórsdóttir og Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir.

Nemendur í Stúdentaráði HA.

Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir, Kristinn Pétur Magnússon, Árún Kristín Sigurðardóttir, Jóhann Örlygsson, Arnheiður Eyþórsdóttir og Sæmundur Elíasson. Sigrún Stefánsdóttir og Katrín Árnadóttir