Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu
Rektor kynnti dagskrá.
1. Kynning á háskólaráðið og háskólanum fyrir nýju háskólaráði
Rektor flutti kynningu um rekstur og starfsemi háskólans ásamt því að gera grein fyrir hlutverki háskólaráðs innan stjórnskipan háskóla og þau verkefni sem eru á döfinni hjá háskólaráði á skólaárinu 2025-2026.
2. Fundaskipulag og starfsáætlun 2025-2026
Sindri S. Kristjánsson gerði stuttlega grein fyrir fundarskipulagi háskólaráðs 2025-2026. Starfsáætlun háskólaráðs fyrir sama tímabil verður lögð fram til kynningar á næsta fundi ráðsins.
3. Fjármál og rekstur
2502081
Helga María Pétursdóttir og Hólmar Erlu Svansson sátu fund háskólaráðs undir þessum lið.
Fjármál og rekstur
Helga María og Hólmar kynntu fyrir háskólaráði rekstur háskólans á tímabilinu janúar - júlí 2025. Reksturinn er í góðu jafnvægi og hófleg bjartsýni ríkir um að það verði einnig staðan í árslok.
Húsnæðismál
Rektor gerði grein fyrir stöðu húsnæðismála vegna viðgerða sem standa yfir á Borgum vegna myglu sem þar hefur greinst.
Hólmar og Helga María véku af fundi kl. 14:45.
Innritun nýnema og heildarfjöldi nemenda
Rektor kynnti samantekt um fjölda innritaðra nýnema og heildarfjölda nemenda.
4. Háskólahátíð 2026 – breyting á kennslualmanaki
2508134
Rektor kynnti erindi frá undirbúningshóps háskólahátíðar þar sem óskað er eftir breytingu á kennslualmanaki háskólans svo færa megi dagsetningu brautskráningarhátíðar í júní á næsta ári.
Háskólaráð samþykkir að gera breytingu á kennslualmanaki Háskólans á Akureyri þannig að Háskólahátíð 2026 fari fram dagana 19. og 20. júní 2026 og felur rektor að koma breytingunum til framkvæmda.
5. Niðurstaða kærunefndar
2504070
Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur rektorsskrifstofu og ritari kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskólann á Akureyri sat fund háskólaráðs undir þessum lið.
Rektor kynnti aðdraganda málsins í aðalatriðum fyrir háskólaráði. Sólveig Elín gerði grein fyrir niðurstöðu kærunefndar og málið var rætt.
Háskólaráð samþykkir einróma þau rök og niðurstöður sem fram koma í áliti kærunefndar í málefnum stúdenta í máli nr. 1/2025 og er kröfum kæranda í málinu hafnað. Áréttað er að nemendur skuli ná lágmarkseinkunn í öllum hlutum námsmats, nema annað sé tekið fram. Háskólaráð tekur undir að málsmeðferð í málinu hafi dregist úr hófi.
Sólveig Elín vék af fundi háskólaráðs kl. 15:25.
6. Samstarf háskóla – samtal við Háskólann á Bifröst
2404025
Rektor flutti kynningu þar sem farið var yfir aðdraganda þess að ráðist í að hefja viðræður um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.
Háskólaráð ræddi um þennan aðdraganda og þær forsendur sem háskólaráð hefur lagt til grundvallar fram til þessa, bæði til að hefja viðræðurnar um sameiningu háskólanna tveggja og þann grundvöll sem stuðst hefur verið við til að halda viðræðunum áfram.
7. Bókfærð mál til samþykktar
- Skipan í doktorsnámsráð 2506030
- Skipan í stjórn vísindasjóðs 2507015
- Breyting á reglum um námsmat nr. 921/2018 2506005
Ofangreind mál eru samþykkt.
8. Til fróðleiks og upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15.