Reglur um gæðaráð Háskólans á Akureyri

SAMÞYKKTAR 18.8.2022

vefútgáfa síðast uppfærð 26.8.2022

Prentgerð (pdf)
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan
 og í PDF skjali gildir PDF skjalið

EFNISYFIRLIT

  1. Hlutverk og verkefni gæðaráðs
  2. Skipan gæðaráðs
  3. Starfshættir og viðfangsefni gæðaráðs
  4. Almenn ákvæði

1. gr. Hlutverk og verkefni gæðaráðs

Gæðaráð er fastanefnd háskólaráðs og [eru reglur þessar um starfsemi gæðaráðs settar með vísan í 6. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022.]2 Gæðaráð ber ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis háskólans. [Rektor ber endanlega ábyrgð á gæðakerfi háskólans en dagleg umsjón með rekstri þess er í höndum gæðastjóra sem jafnframt er í forsvari.]1 Rektor gefur út starfslýsingu fyrir gæðastjóra.

1) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 17. sept. 2015.
2) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 18. ágúst 2022.

2. gr. Skipan gæðaráðs

[Í gæðaráði sitja gæðastjóri í forsæti, tveir fulltrúar hvors fræðasviðs, tveir fulltrúar stjórnsýslu og stoðþjónustu tilnefndir af rektor]3 auk tveggja fulltrúa nemenda sem [Stúdentafélag Háskólans á Akureyri]2 tilnefnir. Einnig skal tilnefna varafulltrúa nemenda og starfsmanna og sitja tilnefndir fulltrúar í tvö ár í gæðaráðinu.

[Gæðaráð skiptir með sér verkum.]1 [Verkefnastjóri gæða- og mannauðsmála er ritari og starfsmaður gæðaráðs og situr fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.]4.

1) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 15. október 2015.
2) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 25. júní 2020.
3) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 18. ágúst 2022.
4) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 18. ágúst 2022.

3. gr. Starfshættir og viðfangsefni gæðaráðs

Gæðaráðið skal kallað saman að jafnaði einu sinni í mánuði. Viðfangsefni gæðaráðs eru:

a) að tryggja að háskólinn standist ávallt þær ytri kröfur sem gerðar eru til gæða í starfi hans
b) að vekja áhuga á gæðamálum innan háskólans
c) að vera vettvangur umfjöllunar og ákvarðanatöku um gæðamál háskólans
d) að stuðla að umbótum og þróun á kennslu og námsmati innan háskólans
e) að samþykkja, hafa eftirlit með og tryggja reglulega endurskoðun á námsbrautum og prófgráðum
f) að vaka yfir gæðum rannsókna innan háskólans og starfa með vísindaráði hans að því að móta viðmið og kvarða sem notaðir eru til að meta vísindalega starfsemi við Háskólann á Akureyri
g) að safna saman, meta og bregðast við þeim upplýsingum um starfsemi háskólans sem lúta að gæðum    
h) að taka afstöðu til mikilvægra breytinga á starfsemi háskólans sem kunna að hafa áhrif á gæði í starfsemi hans
i)  að fjalla um undirbúning og framkvæmd sjálfsmats og ytra mats á háskólanum og tryggja eftirfylgni

4. gr. Almenn ákvæði

Reglur þessar eru settar af háskólaráði samkvæmt [6. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022]1 og öðlast þegar gildi.

1) Breytt með ákvörðun háskólaráðs 18. ágúst 2022.

  

Háskólanum á Akureyri, 9. mars 2011

Breytingar samþykktar í háskólaráði 17. september 2015.
Breytingar samþykktar í háskólaráði 15. október 2015.
Breytingar samþykktar í háskólaráði 25. júní 2020.
Breytingar samþykktar í háskólaráði 18. ágúst 2022.