Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA

Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri halda vísindadag

Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 20. september 2023. Á Vísindadeginum verða rannsóknir starfsfólks SAk og HHA kynntar auk þess sem veggspjöld er lýsa niðurstöðum rannsókna/verkefna verða til sýnis.

Vísindadagurinn fer fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri í Kjarna, kennslustofu á 2. hæð og í streymi [hlekkur á streymi kemur hér þegar nær dregur]

Dagskrá hefst kl. 09:30 og er síðasti dagskrárliður samantekt og lokaorð kl. 15:10.

Hér má nálgast dagskránna

Facebook viðburður

Öll velkomin!