Stjórnsýsla

Starfað er eftir reglum um stjórnskipulag heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri nr. 812/2013.

Deildarfundur

Deildarfundur er að haldinn a.m.k. þrisvar á ári, október, janúar og maí. Á deildarfundi eiga sæti og atkvæðisrétt: deildarformaður framhaldsnámsdeildar, varadeildarformaður, og tveir staðgenglar hans ásamt umsjónarkennurum námskeiða í deildinni og tveimur fulltrúum nemenda í framhaldsnáminu.

Deildarráð

Deildarráðsfundur skal að jafnaði haldinn einu sinni í mánuði. Það fer meðal annars með æðsta vald deildarinnar á milli deildarfunda og sinnir ýmsum málefnum sem tengjast framhaldsnemum. Deildarráð skipa deildarformaður, varadeildarformaður og tveir staðgenglar hans og einn fulltrúi fastra kennara við deildina og einn til vara sem valinn er úr þeim hópi til tveggja ára í senn, ásamt einum fulltrúa nemenda í framhaldsnáminu.

Námsnefnd

Námsnefnd framhaldsnámsdeildar er skipuð fjórum fulltrúum, deildarformanni, tveimur fulltrúum kennara sem valdir eru af deildarfundi til tveggja ára í senn og einum fulltrúa nemenda.