Nám við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum

Markmiðið deildarinnar er að mennta fólk til rannsóknarstarfa, nýsköpunar og þróunar á heilbrigðissviði.

Meistaraverkefni

Þegar meistaranemar hafa lokið báðum aðferðafræðinámskeiðunum geta þeir sótt um til umsjónarmanns meistaraverkefna að hefja vinnu við meistaraverkefnið.

Meistaraverkefni er 60 einingar og byggist á rannsókn. Efni rannsóknarinnar velur meistaraneminn í samráði við leiðbeinanda sinn. Meistaraneminn lýkur verkefninu með því að skrifa meistararitgerð og tímaritsgrein fyrir ritrýnt tímarit á fræðasviðinu eða með því skila inn fullbúnu handriti að tímaritsgrein. Hann gerir jafnframt grein fyrir niðurstöðum sínum í opnum fyrirlestri við Háskólann á Akureyri. Meistaranemar eru jafnframt hvattir til að gera veggspjald þar sem meistararannsóknin er kynnt.

Á klínískum áherslusviðum og á kjörsviði fyrir ljósmæður, er meistaraverkefni 30 einingar.

Nánari upplýsingar má finna í Handbók deildarinnar sem aðgengileg er stúdentum í Uglu.

Einingafjöldi og tímalengd náms

Nám til meistaraprófs í heilbrigðisvísindum er 120 einingar og nám til diplómagráðu er 60 einingar. Fullt nám á einu skólaári er 60 einingar. Hámarksnámstími til meistaraprófs er 5 ár, en til 60 eininga diplómagráðu 3 ár.

Námslínur

Athugið að flest námskeið eru kennd annað hvert ár og taka þarf tillit til þess við gerð námsáætlunar. Vinsamlegast skoðið skipulag náms í námskrá í Uglu, kennsluvef háskólans.