Laust starf: Umsjónarmaður húseigna og búnaðar

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa stöðu umsjónarmanns húseigna og búnaðar. Starfið heyrir undir Rekstur fasteigna og næsti yfirmaður er forstöðumaður Reksturs fasteigna. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri og er um fullt starf að ræða. Æskilegt er að viðkomandi get hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur kennslu og fundarrýma
  • Umsjón og eftirlit með húsnæði, munum og lóð háskólans
  • Aðstoð við nemendur og kennara
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Reynsla og þekking af hússtjórnar- og aðgangsstýrikerfum er æskileg.
  • Reynsla af notkun verkbeiðnakerfa.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku máli.

Umsókn skal fylgja:

Ítarlegt yfirlit yfir náms- og starfsferil.

Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Tilnefna skal tvo meðmælendur og æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Gunnarsson í síma 460-8023 frá 09:00 - 16:00 virka daga. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið gunnar@unak.is.

Sækja um starf