Ný Miðstöð náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjöf flytur í aðalbyggingu HA
Ný Miðstöð náms- og starfsráðgjafar

Nýlega flutti náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri starfsemi sína úr E-húsi í nýuppgert húsnæði í G-húsi við bóksafnið. Þar voru áður meðal annars skrifstofur kerfisstjóra og forstöðumanns nemendaskrár.

Um leið var ákveðið að starfsemi rágjafarinnar yrði gerð að starfseiningu sem hér eftir gengi undir nafninu Miðstöð náms- og starfsráðgjafar.

Miðstöðin mun eftir sem áður sinna almennri háskólaráðgjöf en til viðbótar verður lögð sérstök áhersla á að ná betur til fjarnema. Það verður til að mynda gert með því að bjóða upp á örnámskeið og möguleika á að koma í viðtöl til rágjafa í fjarveru- en ein þeirra er einmitt staðsett hjá Miðstöðinni en er þó samnýtt með fleirum. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp starfsráðgjafarhluta starfseminnar.

Öllum er velkomið að koma og líta við og ræða við náms- og starfsráðgjafana Solveigu Hrafnsdóttur og Árnýju Þóru Ármannsdóttur. Opið hús verður auglýst síðar.

Náms- og starfsráðgjöf er nú við hliðina á bóksafninu Ný og betri aðstaða