Verkefnastjóri námssamfélags

Leitað er að öflugum einstaklingi sem mun vinna að uppbyggingu námssamfélagsins í samræmi við stefnu háskólans. Viðkomandi mun starfa með teymi Markaðs- og kynningarmála á starfsstöð að Borgum og með viðveru á skrifstofu Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.

Helstu verkefni eru meðal annars

  • Vinna að uppbyggingu námssamfélags í samvinnu við deildir HA, SHA og stoðþjónustu
  • Taka þátt í gerð samskiptastefnu/áætlun varðandi kennara og stúdenta
  • Taka þátt í að finna leiðir til að kanna viðhorf stúdenta til náms og stoðþjónustu
  • Aðstoða við eftirfylgni þeirra verkefna sem koma upp á samráðsfundum rektors og SHA og önnur verkefni SHA
  • Situr samráðsfundi rektors og framkvæmdastjórnar SHA, ritar fundargerðir og skjalar
  • Aðstoða SHA við að móta stefnu, markmið og mælikvarða í vinnu tengdri stúdentum í samræmi við stefnu HA
  • Vera SHA innan handar og leiðbeinandi í málefnum sem tengjast hagsmunum og verkefnum stúdenta
  • Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða, þá sérstaklega: Nýnemadagar, Opnir dagar, Fullveldishátíð, Háskóladagurinn og Háskólahátíð
  • Starfa fyrir Góðvini og verkefnið HA vinur

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf er skilyrði
  • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun er mikilvæg
  • Reynsla af félagsstörfum og/eða hagsmunagæslu stúdenta eða sambærilegu er mikilvæg
  • Þekking á háskólaumhverfinu er mikilvæg
  • Reynsla eða þekking úr opinberu umhverfi er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði í starfi
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að orðspor sé gott og að framkoma og athafnir á vinnustað sem og utan hans samrýmist starfinu

Umsókn skal fylgja

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2024

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf. Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Frekari upplýsingar um starfið

Silja Jóhannesar Ástudóttir, Samskiptastjóri; netfang: silja@unak.is og sími 460 8006.

Sækja um starf