Hilmar heimsækir Bucharest University of Economic Studies

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri flutti erindi á ráðstefnu um alþjóðafjármál og bankamál (e. International finance and banking conference, FIBA 2018) í Búkarest í Rúmeníu.
Hilmar heimsækir Bucharest University of Economic Studies

Ráðstefnan var á vegum Bucharest University of Economic Studies og var dagana 29. til 30. mars. Erindi Hilmars bar titilinn Iceland and its participation in European economic integration: advantages and disadvantages of European Union and Euro Area membership, sjá ráðstefnu dagskrá

Hilmar hefur verið í samstarfi við Bucharest University of Economic Studies síðan hann var gestprófessor þar haustið 2013. Hann hefur 5 sinnum flutt erindi á alþjóðlegum ráðstefnum skipulögðum af Bucharest University of Economic Studies og verið “session chair.” Hilmar hefur einnig kennt við háskólann og þá meðal annars um alþjóðafjármálastofnanir, Evrópusamrunann og fjárfestingar í hreinni orku. Tímarit sem gefin eru út í tengslum við Bucharest University of Economic Studies hafa gefið út margar greinar eftir Hilmar sem aðallega tengjast málefnum nýmarkaðsríkja (e. emerging markets). Hilmar er einnig félagi (e. Associate Member) við Center of Financial and Monetary Research (CEFIMO) sem starfar í tengslum við Bucharest University of Economic Studies.