Hvaða verur eru í Háskólanum á Akureyri?

Landinn, frétta- og þjóðlífsþáttur á RÚV, var með skemmtilega umfjöllum um fjærverurnar okkar. Rætt var við Auðbjörgu Björnsdóttur, Ástu Margréti Ásmundsdóttur og Helenu Sigurðardóttur.
Hvaða verur eru í Háskólanum á Akureyri?
Háskólinn á Akureyri hefur í um 20 ár kappkostað að vera leiðandi þegar kemur að sveigjanlegu námi. Árið 1998 hóf skólinn fjarkennslu í hjúkrunarfræði til Ísafjarðar, sem markaði tímamót og var þá sannkölluð tæknibylting. Nú hefur Háskólinn enn á ný fjárfest í búnaði sem gjörbreytir sveigjanlegu námi eins og það er orðið í dag.
 

Um er að ræða fjarkennsluvélmenni, sem starfsfólk HA kallar Fjærverur. Fjærverurnar gera nemendum í sveigjanlegu námi kleift að fara um skólabygginguna og eiga þar samskipti við samnemendur og kennara þrátt fyrir að vera staddir annarsstaðar á landinu eða jafnvel erlendis. Það eru hinsvegar ekki bara nemendur sem nota fjarverurnar, þær nýtast kennurum líka. „Það er bara mjög gott sem kennari að geta kennt, ef maður þarf af fara kannski eitthvað í burtu. Eins og ég núna, þá þurfti ég að fara til Noregs, búin að vera hér í tæpa viku og þurfti að kenna og ég gerði það núna síðastliðinn miðvikudag, bara í gegnum róbot," segir Ásta Margrét Ásmundsdóttir aðjúnkt. 

Á vef RÚV má horfa á umfjöllunina.