Polar Resarch Institute of China

Rektor Háskólans á Akureyri undirritaði í dag samstarfssamning milli HA og Polar Resarch Institute of China (PRIC).
Polar Resarch Institute of China

Heimsókn kínversku sendinefndarinnar frá PRIC er í höndum Þorsteins Gunnarssonar fyrrverandi rektors HA og starfsmanns RANNÍS en með honum í för var einnig Egill Níelsson sem er starfsmaður China-Nordic Arctic Resarch Centre (CNARC) í Shanghai.

HA og PRIC gera með sér samstarfssamning á sviði rannsókna og vísindalegrar vinnu í tengslum við China- Iceland Arctic Science Observatrory (CIAO) sem staðsett er á Kárhóli í Reykjadal. Háskólinn á Akureyri verður því einn af íslenskum samstarfsaðilum í verkefninu.

Fundað með kínversku sendinefndinni frá PRIC

Rektor HA og formaður PRIC