Aðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á kennslu á kjörsviði samfélagsgeðhjúkrunar. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu á sviði samfélagsgeðþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að hafa umsjón með námskeiðum í samfélagsgeðhjúkrun, fræðilega og klíníska kennslu og stjórnun við námsbraut fagnáms sjúkraliða. Aðjúnktsstaðan er án rannsóknarskyldu. Næsti yfirmaður er deildarforseti. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst 2023. Ráðning er tímabundin til tveggja ára.

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða. Námið er 60 ECTS einingar, tekið á tveimur árum og gert er ráð fyrir að nemendur starfi við sitt kjörsvið á námstímanum. Starfinu fylgir möguleiki á þátttöku í þróunarstarfi og uppbyggingu fagmenntunar heilbrigðisstétta til framtíðar auk kennslu í samfélagsgeðhjúkrun, öldrunar- og heimahjúkrun, klínískri kennslu á vettvangi og í hermisetri.

Hæfniskröfur

  • Grunnmenntun í heilbrigðisvísindum er krafa.
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi er krafa.
  • Að minnsta kosti 2 ára klínísk reynsla á heilbrigðisstofnun og virkni í klínísku starfi er krafa.
  • Að minnsta kosti 2 ára starfsreynsla á sviði samfélagsgeðþjónustu er krafa.
  • Starf við samfélagsgeðþjónustu meðfram aðjúnktsstöðunni er krafa.
  • Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu er kostur.
  • Sjúkraliðanám og viðbótarnám sjúkraliða er kostur.
  • Reynsla af háskólakennslu og fræðilegri og klínískri leiðbeiningu á háskólastigi er kostur.
  • Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla þekkingu.
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.
  • Staðfest afrit af prófskírteinum.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo umsagnaraðila og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautar fagnáms sjúkraliða við Háskólann á Akureyri.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 með síðari breytingum, og reglur fyrir Háskólann á Akureyri. nr. 387/2009. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Starfshlutfall er 49%

Nánari upplýsingar veitir

Þorbjörg Jónsdóttir, Deildarforseti - torbj@unak.is - 4608477
Hafdís Skúladóttir, Námsbrautarstjóri - hafdis@unak.is - 4608456

Smelltu hér til að sækja um starfið