Verkefnastjóri í fagnámi sjúkraliða

Verkefnastjóri fagnáms sjúkraliða hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á klínísku námi nemenda í fagnámi sjúkraliða. Hann fylgist með gæðum klíníska námsins og hefur forystu um úrbætur í samráði við námsbrautarstjóra og deildarforseta. Hann er tengiliður námsbrautarinnar við stofnanir sem fá til sín nemendur í fagnámi sjúkraliða og við alla sem koma að klínísku námi innan og utan deildar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við verkefnastjóra klínísks náms í hjúkrunarfræðideild, námsbrautarstjóra, umsjónarkennara og deildarforseta og vinnur með þeim að þróun klíníska námsins. Hann kemur einnig að umsjón með verklegri námsstofu, þróun hermi- og færniseturs, sinnir afmarkaðri kennslu við deildina og kemur að samningagerð við samstarfsstofnanir fyrir hönd deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi er krafa
 • Próf í hjúkrunarfræði frá viðurkenndum háskóla er kostur
 • Íslenskt starfsleyfi hjúkrunarfræðinga er kostur
 • Reynsla af leiðbeiningu nemenda í klínísku námi er kostur
 • Þekking og reynsla af velferðartækni er kostur
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Reynsla af háskólakennslu er kostur
 • Góð þekking á starfsemi háskóla er kostur
 • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni, góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
 • Góð almenn tölvu- og tækniþekking

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til og með 01.08.2023

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Starfshlutfall er 50%.

Nánari upplýsingar veitir

 • Hafdís Skúladóttir, Brautarstjóri fagnáms fyrir starfandi sjúkraliða - hafdis@unak.is
 • Þorbjörg Jónsdóttir, Forseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum - torbj@unak.is 

Smelltu hér til að sækja um starfið