437. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn miðvikudaginn 25.5.2022 að Borgum.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 12:10.

Mætt voru auk hans:

Bjarni S. Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins (í fjarfundi)
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi menntamálaráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Forföll:

Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir, forstöðumaður fjármála og greininga
Hómar Erlu Svansson, framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Yvonne Höller, prófessor og formaður umhverfisráðs

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2201085

Forstöðumaður fjármála og greininga og framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu sátu þennan lið fundarins.

  • Ársreikningur 2021
    • Ársreikningur lagður fram til formlegrar samþykktar og yfirferðar. Engar athugasemdir gerðar við ársreikning.
  • Rekstraryfirlit janúar til apríl
    • Forstöðumaður fjármála og greininga kynnti rekstraryfirlit. Heildarstaða háskólans er halli u.þ.b. 34,6 milljónir. Hallinn stafar fyrst og fremst af stöðu stofnana sem eru reknar fyrir sjálfsaflafé og er þar um að ræða óútgefna reikninga og því eftir að koma inn tekjur á móti gjöldum. Ekki er því ástæða til að hafa áhyggjur af rekstrinum að svo stöddu.

2. Stefnumótun HA

2204037
Rektor kynnti ferli við undirbúning að stefnumótun HA 2024-2029. Óskað var eftir tilboðum í ráðgjöf við stefnumótun og bárust tilboð frá fjórum aðilum sem framkvæmda-stjórn er nú að meta og mun taka afstöðu til á næstu vikum. Fyrir fundinum liggur erindi frá rektor þar sem hann óskar eftir heimild háskólaráðs til að ráða aðstoðarrektor, sbr. 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Meðal verkefna aðstoðarrektors verður að stýra stefnumótunarvinnu og breytingaferli vegna breytinga á reglum og skipulagi háskólans. Beiðnin er samþykkt. Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent og núverandi forseti Hug- og félagsvísindasviðs, mun því taka við stöðu aðstoðarrektors frá 1. júlí nk. til 30. júní 2023. Elín Díanna mun funda reglulega með háskólaráði og upplýsa um stöðu mála í stefnumótunarvinnunni og stefnt er að a.m.k. tveimur hálfs-dags vinnufundum háskólaráðs í tengslum við stefnumótun næsta skólaár.

3. Umhverfis- og loftslagsstefna – kynning og umræður

2111038
Yvonne Höller, prófessor og formaður umhverfisráðs kom inn á fundinn og kynnti helstu markmið og aðgerðir umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt yfirliti yfir fjárhagsþörf svo unnt sé að fjármagna aðgerðir til að ná markmiðum stefnunnar. Umræður sköpuðust um stefnuna og nauðsynlegar aðgerðir og breytingar innan háskólans. Taka þarf afstöðu til nauðsynlegra fjárveitinga til að ná markmiðum umhverfis- og loftslagsstefnu en einnig þarf að taka tillit til umhverfis- og loftslagsstefnu við mótun heildarstefnu háskólans. Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi háskólaráðs.

4. Til upplýsinga og kynningar

5. Reglur til samþykktar

  • Endurskoðaðar reglur fyrir Háskólann á Akureyri. Samþykkt.
  • Verklagsreglur um ráðningu forseta fræðasviðs við Háskólann á Akureyri. Samþykkt.
  • Verkferill vegna ritstuldar. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:54.