438. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn fimmtudaginn 23.6.2022 á Teams.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 14:32.

Mætt voru auk hans:

Bjarni S. Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Forföll:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur á rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu

 Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2201085

Forstöðumaður fjármála og greininga og framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu sátu þennan lið fundarins.

 • Rekstraryfirlit janúar til maí 2022
  • Heildarniðurstaðan hefur lítið breyst frá því fyrir mánuði. Það er rekstrarhalli upp á 58,5 mkr. sem skýrist að verulegu leyti af orlofsskuldbindingum sem eru 36 mkr. hærri en áætlunarkerfið reiknaði út og að baki því liggja eðlilegar skýringar. Þá eru enn óútgefnir reikningar hjá stofnunum sem reknar eru fyrir sjálfsaflafé. Í heildina er reksturinn innan þeirra heimilda sem háskólinn hefur og ágætis yfirsýn er yfir frávik. Fylgst verður áfram með einstaka rekstrarliðum þegar líða fer að hausti.

2. Staða innritunar nýnema haustmisseri 2022

Fjöldi umsókna er mjög svipaður og var árið 2021. Ekki eru miklar breytingar í aðsókn að einstaka deildum skólans. Háskólinn ræður vel við þennan fjölda og líklegt er að 1200 til 1300 nýnemar hefji nám við skólann í haust.

3. Umhverfisráð – starfsemi og fjármögnun

2111038

Fjallað var um málið á síðasta fundi háskólaráðs þegar formaður umhverfisráðs kom inn á fundinn og kynnti helstu markmið og aðgerðir umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt yfirliti yfir fjárhagsþörf svo unnt sé að fjármagna aðgerðir til að ná markmiðum stefnunnar. Samþykkt var að gert sé ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun háskólans. Gert er ráð fyrir aðgengi að starfsmanni líklega í gegnum RHA. Nýr formaður umhverfisráðs verður skipaður á haustmisseri og fær hann m.a. það verkefni að nýta þá fjármuni sem í boði verða. 

4. Málefni flóttafólks frá Úkraínu

2206019

Rektor upplýsti að verið sé að vinna að tillögum um með hvaða hætti Háskólinn á Akureyri geti verið til stuðnings stefnu stjórnvalda gagnvart flóttamönnum frá Úkraínu.

5. Stefnumótun og breytingaferli

2204037

Verið er að ganga frá samningum vegna stefnumótunarvinnunnar sem fram undan er. Elín Díanna Gunnarsdóttir mun leiða stýrihóp stefnumótunar í hlutverki sínu sem aðstoðarrektor. Nýtt skipurit Háskólans á Akureyri var kynnt og samþykkt. Það tekur mið af þeim breytingum sem nýjar reglur fyrir Háskólann á Akureyri fela í sér, en verður jafnframt til endurskoðunar út frá niðurstöðum stefnumótunarvinnunnar.

6. Til upplýsinga og kynningar

Eftirfarandi skjöl voru lögð fram til kynningar:

 • Drög að verklagsreglum um störf valnefnda deilda og fræðasviða Háskólans á Akureyri
 • Framgangur akademískra starfsmanna 2022

Ekki voru gerðar athugasemdir við skjölin.

7. Bókfærð mál til samþykktar

 • Breyting á reglum um vísindaráð. Samþykkt.
 • Breyting á reglum um gæðaráð. Samþykkt.
 • Endurskoðaðar reglur um doktorsnám og doktorspróf. Samþykkt.
 • Reglur um stjórnskipulag Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Samþykkt. Háskólaráð samþykkti einnig eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða, sbr. bókun úr fundargerð framkvæmdastjórnar, dags. 21.06.2022:

„Þrátt fyrir ákvæði 15. gr. reglnanna um framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum leggur framkvæmdastjórn til að háskólaráð samþykki tímabundið frábrigði, þ.e. að í ljósi sögunnar verði framhaldsnámsdeild heimilað að starfsmenn hjúkrunarfræðideildar, sem hafa umsjón með námskeiðum í framhaldsnámsdeild á næsta skólaári, fari með atkvæðisrétt á deildarfundum framhaldsnámsdeildar. Mikilvægt er að fyrir liggi tillaga um framtíðarskipulag eigi síðar en 1. maí 2023 með það að markmiði að nýtt skipulag, sem rúmast innan reglnanna og geri ráð fyrir að starfsmenn hafi einungis atkvæðisrétt í einni deild, gildi frá skólaárinu 2023-2024.“

 • Reglur um stjórnskipulag Hug- og félagsvísindasviðs. Samþykkt.
 • Skipun dómnefndar 2022-2024. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:31.