447. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 27.4.2023
Staðsetning: Borgir, R262
 
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund.
 
Mætt voru auk hans:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson varafulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra (í fjarfundi)
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
 
Forföll boðaði:
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
 
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, sem ritar fundargerð
 
Gestir:
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Birgir Guðmundsson forseti Hug- og félagsvísindasviðs
Brynjar Karlsson forseti Heilbrigðis- viðskipta- og raunvísindasviðs
Kristján Þór Magnússon aðstoðarrektor
Berglind Hólm Ragnarsdóttir lektor, formaður jafnréttisráðs HA
Sæunn Gísladóttir sérfræðingur hjá RHA, starfsmaður jafnréttisráðs
 
Fundargerð síðasta fundar var afgreidd og samþykkt í upphafi fundar.
Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2302002
Hólmar Erlu Svansson, Harpa Halldórsdóttir og Helga María Pétursdóttir sátu þennan lið fundarins.
Helga María kynnti rekstraryfirlit janúar til mars. Rekstur háskólans í heild er um 15 milljónum yfir áætlun á þessum tímapunkti, sem kemur að mestu til vegna ófyrirséðs kostnaði sem hlotist hefur vegna og í kjölfar öryggisbrests/árásar á netkerfi háskólans sem átti sér stað í febrúar.
Harpa og Helga yfirgáfu fundinn.
Rektor fór stuttlega yfir stöðu mála í fjölda umsókna um skólavist fyrir næsta skólaár og þróun umsókna síðastliðin ár. Málið rætt.
Hólmar yfirgaf fundinn.

2. Kynning á starfsemi og stöðu fræðasviðanna

Birgir Guðmundsson forseti Hug- og félagsvísindasviðs, Brynjar Karlsson forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs og Kristján Þór Magnússon aðstoðarrektor og fráfarandi forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs komu inn á fundinn.
Umræða um stöðu á fræðasviðunum þegar þessum fyrsta vetri í nýju skipulag og nýju regluverki er að ljúka.
Heilt yfir er það mat forseta fræðasviðanna að skipulagsbreytingarnar hafi gengið vel á báðum fræðasviðunum.
Birgir, Brynjar og Kristján yfirgáfu fundinn.

3. Staða jafnréttismála við HA – kynning og umræður

Berglind Hólm Ragnarsdóttir, formaður jafnréttisráðs og Sæunn Gísladóttir, starfsmaður jafnréttisráðs, komu inn á fundinn.
Þær kynntu starfsemi og hlutverk jafnréttisráðs og samráðsvettvangs háskólanna í jafnréttismálum. Staða jafnréttismála innan HA rædd og það sem er fram undan hjá jafnréttisráði.
Sæunn og Berglind yfirgáfu fundinn.

4. Breytingastjórnun

Almenn umræða um samstarf háskólanna og þá umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið um frekara samstarf og hugsanlegar sameiningar háskóla á Íslandi.

5. Mál til kynningar

  • Niðurstöður könnunar um Stofnun ársins
  • Reglur um nýráðningar akademísks starfsfólks – drög
  • Reglur um ótímabundnar ráðningar akademísks starfsfólks - drög
  • Reglur um framgang akademísks starfsfólks – drög

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Verklagsreglur um sértæk úrræði í námi
  • Fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði skólaárið 2023-2024
  • Fjöldatakmarkanir í sálfræði skólaárið 2023-2024
  • Erindi frá iðjuþjálfunarfræðideild vegna reglna um hámark námstíma
Ofangreind mál eru samþykkt.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05.