473. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 19. júní 2025 á Sólborg, Norðurborg.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:32.
 
Mætt voru auk hennar:
 
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Rakel Rún Sigurðardóttir varafulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Sædís Gunnarsdóttir varafulltrúi ráðherra
 
Forföll:
 
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Unnar Jónsson fulltrúi ráðherra
 
Einnig mætt:
 
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur rektorsskrifstofu, sem ritaði fundargerð
 
Rektor kynnti dagskrá.
 

1. Fjármál og rekstur

2502081
 
Helga María Pétursdóttir sat þennan lið fundarins.
Helga María fór yfir rekstur háskólans janúar til maí. Staðan er jákvæð og útlitið nokkuð gott. Samt sem áður á enn eftir að bóka einhverjar tekjur og gjöld vegna maí.
 

2. Fjöldi umsókna um nám – fjöldi nýnema 2025

2404068
 
Í ár barst metfjöldi umsókna um nám við háskólann og er aukning í öllum deildum. Alls bárust 2.336 umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri þetta árið.
 

3. Fyrsta starfsár rektors

Rektor fór yfir fyrsta starfsár sitt við Háskólann á Akureyri. Markmið hennar fyrsta árið var að kynnast háskólanum, starfsfólkinu, bænum og stjórnkerfinu, klára stefnumótun skólans og fara að huga að framtíðinni. Hún ræddi um eflingu doktorsnáms, samstarfið við Drift og gervigreindarátak þar sem búið er að kynna drög að leiðbeinandi stefnu um ábyrga og siðferðilega notkun gervigreindar við Háskólann á Akureyri og eru drögin nú í samráðsgátt háskólans. Að baki er gefandi og skemmtilegt starfsár rektors þrátt fyrir að mygla í húsnæði háskólans að Borgum hafi tekið sinn toll, en verið er að vinna í lausnum á því máli.
 

4. 23. háskólafundur Háskólans á Akureyri

2505034
Háskólafundur var haldinn þann 10. júní sl. þar sem kjörnir voru nýir fulltrúar háskólasamfélagsins í háskólaráð. Alls voru sex manns í framboði og hlutu eftirtaldir kosningu sem aðalfulltrúar:
  • Guðmundur Kristján Óskarsson, dósent við Viðskiptadeild
  • Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent og fráfarandi deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar
Varafulltrúar voru kosnir:
  • Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi KHA
  • Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild
 

5. Samtal við Bifröst

2404025
 
Fulltrúar í stýrihópi um vinnu við mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst komu saman á vinnufundi í Hofi 29. og 30. maí sl. Stýrihópurinn hefur sett niður verkáætlun sem miðar að því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og stjórn og fulltrúaráð Háskólans á Bifröst taki ákvörðun um hvort af sameiningu verði, í síðasta lagi í desember 2025. Umræður sköpuðust um fjármögnun verkefnisins af hálfu stjórnvalda. Gerður hefur verið gestanámssamningur milli háskólanna sem gerir nemendum kleift að taka námskeið í báðum háskólunum strax nú í haust. Fulltrúi nemenda í háskólaráði kom á framfæri ánægju með þátttöku nemenda beggja háskóla í stýrihópnum.
 

6. Til fróðleiks og upplýsinga

 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:41.