Nansen prófessor

Háskólinn á Akureyri í vetrarbúning

Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri.

Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.

Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.

Ráðið er í stöðu gestaprófessors til eins árs í senn. Staðan er auglýst á vef háskólans.

Umsókn um stöðu gestaprófessors

Almennt þarf umsækjandi um stöðuna að hafa lokið doktorsgráðu, eða hafa sambærilega reynslu.

  • Hann þarf að hafa traustan akademískan bakgrunn á sviði lagalegra málefna og sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum
  • Krafist er reynslu af þverfaglegu starfi er lýtur að flóknu samspili samfélags manna og umhverfisins
  • Umsækjandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni og félagslegri færni
  • Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af rannsóknastarfi varðandi málefni norðurslóða og af þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarteymum
  • Umsækjandi þarf að hafa skjalfesta færni til að afla rannsóknarstyrkja

Húsnæðis- og flutningsstyrkur stendur til boða þeim sem býr utan Akureyrar og hlýtur stöðuna.

Hvað felst í stöðu gestaprófessors?

Í starfi prófessorsins felst meðal annars að:

  • Taka þátt í rannsóknum og kennslu
  • Þróa námsleiðir við HA um málefni norðurslóða
  • Eiga samstarf við aðra fræðimenn um eflingu kennslu og rannsókna á sviði heimskautafræða
  • Stuðla að þróun náms í heimskautafræðum
  • Halda opna fyrirlestra um málefni norðurslóða, jafnt í nærsamfélaginu og erlendis
  • Taka virkan þátt í almennri umræðu um breytingar á heimskautasvæðinu

Prófessorinn hefur aðgang að sérstökum sjóði sem á að gera honum kleift að mynda og efla tengsl við innlend og erlend rannsóknarteymi og sækja ráðstefnur.

Saga Nansen prófessors stöðunnar

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu þann 29. september 2011 varðandi rannsóknasamstarf á sviði heimskautafræða.

Í yfirlýsingunni er meðal annars kveðið á um stofnun prófessorsstöðu í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.

Stöðuhafar Nansen prófessor:

2013-2014 Dr. Natalia Loukacheva  
2014-2015 Dr. Astrid Ogilvie  
2015-2017 Dr. Jessica Shadian  
2017-2019 Dr. Gunhild Hoogensen Gjørv  
2019-2021 Dr. Gunnar Rekvig  
2021-2023 Dr. Rasmus Bertelsen  
2024- Dr. Romain Francois R Chuffart Starfandi Nansen prófessor