Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi

 

Tilgangur rannsóknamiðstöðvarinnar er að efla rannsóknir og auka þekkingu á birtingarmyndum ofbeldis, afleiðingum þess og leiðum til að útrýma því.

 • Unnið er í samvinnu við stofnanir og félög hérlendis og erlendis
 • Staðið er að ráðstefnum og málþingum til að breiða út þekkingu á ofbeldis

Stjórn

Í stjórn rannsóknamiðstöðvarinnar sitja:

 • Karen Birna Þorvaldsdóttir, formaður
 • Júlí Ósk Antonsdóttir, varaformaður
 • Hrafnhildur Gunnþórsdóttir, gjaldkeri
 • Sigrún Sigurðardóttir, ritari
 • Rósamunda Baldursdóttir, meðstjórnandi

Samþykktir og reglur

Samþykktir rannsóknamiðstöðvarinnar

1.gr. 

Félagið heitir Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. 

2. gr. 

Tilgangur félagsins er að sinna rannsóknum á sviði ofbeldis og vinna gegn ofbeldi, einkum gegn börnum og ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög hérlendis og erlendis. 

Einnig er ætlunin að standa fyrir fjölbreyttri útgáfu til að efla þekkingu á ofbeldi og leiðum til að sporna við því.

3. gr. 

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að sinna rannsóknum og standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig með því að halda úti heimasíðu þar sem áhugasamir geta náð á einum stað í rannsóknarniðurstöður og fræðsluefni um ofbeldi. Auk þess að standa fyrir námskeiðum um ofbeldi fyrir ýmsa hópa og veita styrki til rannsókna á ofbeldi.

4. gr.

Félagsaðild er opin þeim sem sinna rannsóknum á ofbeldi og öðrum þeim sem hafa áhuga á því að taka þátt í að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess og vinna að því að útrýma ofbeldi.

5. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Kosning stjórnar
 6. Önnur mál

7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

8. gr.

Engin félagsgjöld eru, en áætlað er að fjármagna starfssemi félagsins með styrkjum.

9. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins, til að efla rannsóknir og fræðslu varðandi ofbeldi eða styðja við samtök eða verkefni sem vinna gegn ofbeldi.

10. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Aflsins - samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi.

Dagsetning: 08.10.18.

Rannsóknir

Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri er sameiginlegur vettvangur starfsmanna og nemenda skólans til rannsókna á sviði ofbeldis.

Ritrýndar greinar

2018

Sigurdardottir, S. and Halldorsdottir, H. Childhood Sexual Abuse: Consequences and Holistic Intervention. In Exner-Pirot, H., Norbye, B. and Butler, L. (eds.), Northern and Indigenous Health and Health Care. Saskatoon, Saskatchewan: University of Saskatchewan.

Sigurdardottir, S. and Halldorsdottir, S. Screaming Body and Silent Healthcare Providers: A Case Study with a Childhood Sexual Abuse Survivor. International Journal of Environmental Research and Public Health.

2017

Sigrún Sigurðardóttir. Childhood Sexual Abuse: Consequences and Holistic Intervention. Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Doktorsritgerð.

2016

Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Djúp og viðvarandi þjáning, reynsla karla af kynferðislegu ofbeldi í æsku. Þjóðarspegillinn. 

Sigurdardottir, S., Halldorsdottir, S., Bender, S. and Agnarsdottir, G. Personal resurrection: female childhood sexual abuse survivors’ experience of the Wellness-Program. Scandinavian Journal of Public Health, 30(1), 175-86.

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Mikilvægi styðjandi fagfólks við að ná vexti í kjölfar áfalla. Þjóðarspegillinn. 

2014

Sigurdardottir, S., Halldorsdottir, S. and Bender, S. Consequences of childhood sexual abuse for health and well-being: Gender similarities and differences. Scandinavian Journal of Public Health 42(3) 278-28.

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir. „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“ Reynsla kvenna með geðröskun af áhrif endurtekins ofbeldis á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3(90) 46-56.

2013

Sigurdardottir, S. og Halldorsdottir S. Repressed and Silent Suffering: Consequences of Childhood Sexual Abuse for Women´s Health and Wellbeing. Scandinavian Journal og Caring Sciences 27(2), 422-432. 

2012

Sigurðardóttir, S. Halldórsdóttir, S. and Bender, S. Deep and almost unbearable suffering: Consequences of childhood sexual abuse for men’s health and well-being. Scandinavian Journal of Caring Sciences 26(4), 688–697. 

2011

Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Þögul þjáning: Langtímaafleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna. Í Svala Ísfeld Ólafsdóttir (ritstjóri), Hinn launhelgi glæpur (bls. 317-353). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

2009

Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Tíminn læknar ekki öll sár: Fyrirbærafræðileg rannsókn á langvarandi afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í bernsku fyrir heilsufar og líðan íslenskra kvenna. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(3), 38-50.

Samstarfsverkefni sem eru í gangi

Rannsóknir meistaranema

2019

„Annað áfall ofan á hitt“ Reynsla kærenda nauðgana af réttarvörslukerfinu á Norðurlandi þar sem málið var fellt niður

2018

„Það vantar meiri skilning á manni“ Reynsla íslenskra mæðra sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku af barneignarferli og móðurhlutverki

„Það er svona rómantísk kyrrð yfir dauðanum“: Reynsla karlkyns þolenda af kynferðisofbeldi og sjálfsvígshugsunum