Samfélagsleg áhrif á ungar konur í íslenskum sjávarbyggðum

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Í þessu doktorsverkefni eru rannsökuð samfélagsleg áhrif á ungar konur í litlum sjávarbyggðum. Þar er sérstaklega horft til þess hvernig félagslegt taumhald virkar í þessum samfélögum og hvernig því er beitt gegn konum. Í byggðafræðum hefur oft verið talað um að slúður sé eitt af því sem fæli fólk frá því að búa í litlum byggðarlögum en hingað til hafa engar rannsóknir raunverulega sýnt frá á það með óyggjandi hætti að slúður hafi áhrif á búsetu fólks. Það er hins vegar gert hér, þar sem niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að það félagslega taumhald sem felst í slúðri hefur áhrifa á búsestu og búsetuánægju kvenna í litlum byggðarlögum. Þar skiptir skömmun höfuðumáli, þar sem slúðrið er verkfærið sem flytur skömmina manna á milli.

Rannsóknin er byggð upp á megindlegum og eigindlegum gögnum. Megindleg gögn koma úr stórum könnunum sem Byggðastofnun gerði á vegum verkefnisins Búferlaflutningar á Íslandi. Rannsakandinn sat í stýrihópi verkefnis og tók þátt í því frá 2019-2021. Inni í þeim gögnum eru spurningar um slúður og hægt að tengja saman búferlaáætlanir og slúður. Eigindleg gögn koma frá viðtölum við konur víðs vegar um landið, sem búa í 100-500 manna þorpum. Þau viðtöl voru tekin á árunum 2019-2021.

Niðurstöður rannsóknar sýna að slúður hefur áhrif á búferlaflutninga og búsetuánægju fólks, og með dýpt viðtalanna sést að drusluskömmun og félagslegt taumhald hafa mikil áhrif á líf ungra kvenna í litlum byggðarlögum.

Doktorsnemi

Doktorsnefnd og rannsakendur

  • Þóroddur Bjarnason, prófessor, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands – aðalleiðbeinandi
  • Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor – leiðbeinandi
  • Ólöf Garðarsdóttir, prófessor – leiðbeinandi
  • Vífill Karlsson, dósent, Háskólinn á Akureyri – leiðbeinandi

Samstarfsaðilar

  • Byggðastofnun
  • Þekkingarnet Þingeyinga
  • Verkefnið er styrkt af: Jafnréttissjóði Íslands, Rannsóknarsjóði Rannís og Vísindarannsóknarsjóði HA

Birtingar

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir (2023). You don‘t want to be one of those stories: Gossip and Shame as a Social Control in Small Communities. NORA – Journal of gender and feminist research.

Þóroddur Bjarnason (ritstj), Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Ólöf Garðarsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Vífill Karlsson, 2022. Byggðafesta og Búferlaflutningar á Íslandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þóroddur Bjarnason, Aileen Stockdale og Tialda Haartsen (2021). What‘s love got to do with it? Love life gossip and migration intentions. Í Journal of Rural Studies, 87, bls. 236 – 242.

Þóroddur Bjarnason, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Ólöf Garðarsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Vífill Karlsson. Byggðafesta og búferlaflutningar: bæir og þorp á Íslandi vorið 2019. Byggðastofnun.

Umfjöllun í fjölmiðlum