29th Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research

Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir alþjóðlegri ferðamálaráðstefnu sem nefnist Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research og verður haldin rafræn dagana 21-23. september 2021. Ráðstefnan er hluti af starfi samtakanna NORTHORS (Nordic Society for Tourism and Hospitality Research) og skiptast Norðurlandaþjóðirnar á að halda hana ár hvert. Yfirskrift ráðstefnunnar er mótun hreyfanleika framtíðar og fjallar hún um ábyrga ferðaþjónustu og sjálfbæra framtíð í kjölfar óvissutíma.