Að blómstra

Sýning á verkum Elvars Orra á Bókasafni HA.

Sýningin „Að blómstra“ opnar fimmtudaginn 8. nóvember kl. 16 á Bókasafni Háskólans á Akureyri.

Elvar Orri er ungur listmálari frá Akureyri sem hefur unnið í „abstract“ í þó nokkur ár og hefur þróað með sér einkennilegan stíl. Elvar Orri er að halda sína aðra einkasýningu en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum gegnum árin. Listamaðurinn fær mikinn innblástur frá óreiðu og samhverfu náttúrunnar og hægt er að sjá það í verkum hans.

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.