Alþjóðastarf Rannís og tækifæri gagnvart norðurslóðum

Egill Þór Níelsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís

Mánudaginn 24. febrúar kl. 12:00-13:00 mun Egill Þór Níelsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís, kynna alþjóðlega styrktarmöguleika til norðurslóðaverkefna og eiga samtal við áheyrendur um málefnið.

Alþjóðasvið Rannís stuðlar að aukinni þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi á sviði rannsókna og nýsköpunar. Rannís hefur umsjón með evrópskum samstarfsáætlunum á sviði rannsókna og nýsköpunar fyrir hönd Íslands, en áhersla erindisins verður á eftirfarandi áætlanir:

  • Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins
  • Uppbyggingarsjóður EES
  • Norrænt samstarf í alþjóðlegu samhengi
  • Tvíhliðasamstarf Íslands og Noregs (Arctic Research and Studies)

Í erindinu verður farið yfir þær helstu áherslur er viðkoma málefnum norðurslóða og sóknartækifærum fyrir aðila á Íslandi.