Efling sveitarstjórnarstigsins með sameiningum sveitarfélaga 1993 og 2005

Málstofa í viðskiptafræði með Grétari Þór Eyþórssyni, prófessor.

Árin 1993 og 2005 fóru fram umfangsmiklar kosningar um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Var þeim ætlað að leiða til eflingar sveitarstjórnarstigsins á Íslandi með því að fækka sveitarfélögunum og stækka umtalsvert. Árangur lét þó nokkuð á sér standa. Í erindinu mun Grétar greina þær strategíur sem notaðar voru af stjórnvöldum, hvaða og hverskonar átök og átakalínur urðu um málið línur og loks meta hver árangurinn varð þegar upp var staðið.

Umfjöllunin verður tengd fræðilegri umfjöllun höfundar sem og erlendra fræðimanna um strategíur, átakalínur og árangur.

Erindið er unnið uppúr fyrirlestri sem Grétar flutti erlendis á síðasta ári.

Málstofan er opin öllum endurgjaldslaust