Fullveldishátíð: Dagur stúdenta

Fögnum fullveldi Íslands og degi stúdenta — Öll velkomin!

Venju samkvæmt verður Fullveldisdegi Íslands fagnað við Háskólann á Akureyri. Þessi dagur, 1. desember, er einnig tileinkaður stúdentum á Íslandi.

Hátíðarhöld hefjast við Íslandsklukkuna klukkan 15:00 þar sem fulltrúi SHA og rektor munu flytja stutt ávörp. Þá mun fulltrúi stúdenta hringja Íslandsklukkunni 22 högg.

Að því loknu verður boðið upp á heitt kakó og smákökur í Kaffi Borg þar sem eldri- og yngri barnakór Akureyrarkirkju mun syngja nokkur lög.

Öll velkomin!