Hátíðarfyrirlestrar Heilbrigðisvísindasviðs

Opnir fyrirlestrar prófessora emerita og prófessors emeritus

Opnir fyrirlestrar prófessora emerita og prófessors emeritus þann 16. júní frá kl. 13-16 í Hátíðarsal háskólans.

Beint streymi

Elísabet Hjörleifsdóttir

Áhrif langvinnra og lífsógnandi sjúkdóma á sjúklinga og fjölskyldur þeirra: Íslenskar rannsóknir yfir 30 ára tímabil

Í kennslu og leiðsögn hefur Elísabet lagt áherslu á að tengja niðurstöður rannsókna sinna við sérhæfða líknar- og lífslokameðferð samfara því að byggja upp slíka þjónustu og þróa hana yfir 30 ára tímabil á Akureyri og nágrenni.

Finnbogi Rútur Þormóðsson

Vöxtur, þroski og hnignun í fimm þáttum

Í doktorsnámi Finnboga snerist verkefnið um rannsóknir á endurvexti sjóntauga í gullfiskum og í framhaldi þess, sem nýdoktor (postdoc), rannsóknum á þroska heilans í rottufóstrum. Að loknu formlegu námi starfaði Finnbogi í tvo áratugi við læknadeild Háskóla Íslands við kennslu og rannsóknir með megin áherslu á arfgenga heilablæðingu. Hann kom síðan að stofnun sprotafyrirtækisins ValaMed ehf, sem starfaði að þróun lyfjanæmisprófa í þeim tilgangi að hnitmiða krabbameinslyfjameðferð, auk þess að skoða áhrif ýmissa lífvirkra efna. Á síðustu árum hefur Finnbogi komið að rannsóknum á risavöxnum heila langreyða.

Guðrún Pálmadóttir

Frá hugsjón til vísinda

Guðrún var meðal þeirra sem lögðu grunn að iðjuþjálfun á Íslandi fyrir rúmlega 40 árum síðan. Hún starfaði við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri í 23 ár og var í forsvari fyrir námið fyrstu ellefu árin sem deildin starfaði. Framan af lagði Guðrún áherslu að skoða iðjuþjálfun sem fræðigrein á Íslandi, þjónustu iðjuþjálfa og tengsl þeirra við skjólstæðinga. Á síðari árum hafa rannsóknir Guðrúnar beinst að þverfaglegri þjónustu, sér í lagi endurhæfingu og að hvaða marki hún tekur mið af þörfum notenda og þeim kerfislægu hindrunum sem þar koma við sögu.

Öll velkomin og heitt á könnunni