Hvað er góð háskólakennsla?

Fjórða kennsluráðstefna Kennslumiðstöðvar HA.

Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 13-17 verður efnt til fjórðu kennsluráðstefnu Kennslumiðstöðvar HA. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hvað er góð háskólakennsla? 

Við HA er boðið uppá margvísleg námsform og leiðir, notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir og margir kennarar eru í stöðugri þróunarvinnu með námskeið sín. Ráðstefnan er því kjörin vettvangur fyrir háskólakennara til að koma saman, kynna og ræða kennsluaðferðir og nálganir og þróa enn frekar hugmyndir sínar um bætta kennslu við HA.  Kennarar frá öðrum háskólum eru velkomnir á ráðstefnuna.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru

  • Guðrún Geirsdóttir, dósent og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ
  • Larry K. Michaelsen, prófessor Emeritus við Oklahoma háskóla og upphafsmaður Team-based learning aðferðina
  • Nemendur frá SHA fyrir hönd nemenda

Nánari upplýsingar

Dagskrá 

13.00 Setning -Lars Gunnar Lundsten 
13.15 Ást á rauðu ljósi: Af umhyggju í háskólakennslu - Guðrún Geirsdóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ
13.35 Kynning á fyrirkomulagi
13.40 Hringborðsumræður – námsmat

Borð 1

  • Pappír eða tölva? Mat á frammistöðu nemenda í klínísku námi í hjúkrunarfræði - Hafdís Skúladóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
  • Ritver Háskólans á Akureyri - Pia Sigurlína Viinikka
  • Leiðsögn og lærdómur:Nemendur máta sig í hlutverk kennara - Olga Ásrún Stefánsdóttir

Borð 2

  • Turnitin - ritstuldarvarnir og matstæki - Sigríður Ásta Björnsdóttir
  • Notkun á Moodle/Canvas í sjálfs- og jafningjamati - Börkur Már Hersteinsson
  • Einkunnagjöf útvistuð til nemenda - reynslusaga úr meistaranámi - Lars Gunnar Lundsten

14.30 Kaffi
15.00 Hringborðsumræður - kennsluaðferðir og sveigjanlegt nám

Borð 3

  • Alþjóðlegur sjávarútvegur við Háskólann á Akureyri - Hreiðar Þór Valtýsson
  • Að skrifa kennslubók: Áskoranir og tækifæri - Guðmundur Oddsson
  • Pedagogical Reflections on Crime Scene Education for Student Police Officers: From Telepresence to Augmented and Virtual Reality - Andrew Paul Hill
  • Weaving Critical Thinking into the Biological Sciences- Sean Scully

Borð 4

  • Aðlögun kennslurýmis fyrir sveigjanlegt nám - Auðbjörg Björnsdóttir
  • Sveigjanlegt nám og viðvera nemenda - Hörður Sævaldsson
  • Að byrja að kenna í sveigjanlegu námi - Nanna Ýr Arnardóttir
  • Samþætting námsgreina í lotu hjá 1. árs nemum í kennarafræði - Brynhildur Bjarnadóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir

16.20 Erindi frá nemendum SHA
16.40 Team based learning - Larry K. Michaelsen. Prófessor Emeritus við Oklahoma háskóla
16.55 Lokaorð