Jafnréttisdagar: Hvers vegna skiptir UN Women máli?

Staða mála á heimsvísu og mikilvægi fjölbreytileikans

María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra hjá UN Women mun flytja erindið: Hvers vegna skiptir UN Women máli? Ísland er í fararbroddi þegar það kemur að því að loka kynjagatinu en þrátt fyrir það mun það taka yfir 130 ár í viðbót að loka gatinu á heimsvísu á núverandi hraða. UN Women er sú stofnun Sameinuðu Þjóðanna sem þrýstir á hraðari breytingar þegar það kemur að jafnréttismálum og afnámi kynbundins ofbeldis.

Viðburðurinn verður haldinn af Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri.

Öll velkomin!