Jafnréttisdagar: Jafnréttispælingar uppistandarans

Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari.

Á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 3. október mun Saga Garðarsdóttir fjalla á einlægan og opinskáan hátt um uppistand, grín og leiklist.

Hún mun fjalla um hvernig stemningin í þeim geira er nú og hvernig hún hefur breyst undanfarin ár, ekki síst í kjölfar #metoo byltingarinnar.

Saga er landsþekkt leikkona og uppistandari sem hefur snert hjörtu og kitlað hláturtaugar landans um árabil.

ÖLL VELKOMIN - AÐGANGUR ÓKEYPIS